Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Hönnun á Artímu Logo

Hönnunarsamkeppni um Logo fyrir Artímu !!!

- Allir sem eru í listfræði er velkomið að taka þátt
- senda má fleiri en eina hugmynd
- senda þarf hugmynd/ir inn fyrir 12. okt til artima@hi.is í hvaða algengu formi sem er, jpg, png, pdf ...
- Lýðræðislegar kosningar munu svo fara fram hér á feisbook,
en þær munu gilda 50% á móti vali stjórnar, sem kemur með faglegt listfræðilegt mat...

Allar hugmyndir vel þegnar,
Ef að þú vilt skrá þig á spjöld sögunnar og þá er þetta tækifærið sem þú hefur verið að bíða eftir...

Áfram Artíma


Hittingur og ArtímuKort

Góðan daginn kæru listfræðinemar
Hér er smá upp-lýsinga-Bom-ba...

Nú er ný stjórn nýkomin af fyrsta fundi og endalaust af spennandi verkefnum frammundan!

Næst á dagskrá er auðvitað *hittingurinn okkar þann 7 okt,* en nánari upplýsingar koma inn fljótlega (..og allir búnir að taka daginn frá ekki satt)
En allir eru hvattir til að mæta, já allir, hvort sem þið eruð í fullu námi eða ekki, nýnemar eða heldrinemar, konur eða menn..
- Það verður eitthvað fyrir alla, kaffi eða bjór, umræður eða dans, þú mátt tala við alla eða ekki tala, og þú mátt mæta í búning .... bara mættu !

*og svo er það nemendakort Artímu!*

-En kortið mun kosta litlar 2000 kr, sem er án efa gjöf en ekki gjald, þegar litið er yfir fríðindi kortsins, sem eru meðal annars: Forgangur í vísindaferðir, Frítt eða ódýrara á einstaka viðburði, drykkur við og við, frítt í jólabíó, réttur til að sækja um að halda sýningu í nemendagallerí Artímu, afsláttur í ísbúð, bari, veitingastaði, verlsanir og margt margt fleira...

-Að auki verður kortið hið mesta augnakonfekt og klassískur safngripur, í það minnsta kær minningargripur um árið..

Skráning fer fram hér:

https://docs.google.com/spreadsheet/embeddedform?formkey=dEFhT05yc1RxSzBRbFJ3M0NyOWlTUUE6MQ

Ástarkveðjur

Artíma


Fréttir

Kæru listfræðinemar,

Ný stjórn *Artímu - nemendafélags Listfræðinema við Háskóla Ísland *hefur
tekið til starfa!

Hér eru nokkur skilaboð frá okkur:

- *Vefsíða Artímu *verður nýtt sem fréttamiðill. Lén hennar er
http://artima.blog.is/blog/artima/

- *Facebook grúppa* verður einnig nýtt og verða allir viðburðir auglýstir
þar líka. Lén grúppunnar er
https://www.facebook.com/groups/50080027722/

- Brátt mun vera boðað til *aðalfundar*. Það verður gert með að minnsta
kosti viku fyrirvara.

- Listfræðinemar ætla að hittast og drekka bjór á *Laugardag*. Þetta verður
staðsett á Glaumbar á Tryggvagötu. Bjórinn verður á 290kr og skot á 290kr.
Stuttur fyrirvari, en um að gera að mæta og drekka bjór og hittast og vera
hress.

- ELSKURNAR. takið svo frá föstudaginn *7. október* því þá verður mega *
NÝNEMAPARTÍ*. staðsetning og tími kemur betur í ljós, þegar nær dregur.

Kær kveðja,
Stjórn Artímu 2011-2012


Ný stjórn Artímu!

Kæru listfræðinemendur.

Nú hefur verið kosin ný stjórn Artímu, hana skipa:

Alexander Jean Edvard Le Sage de Fontenay, Katrín Inga Jónsdóttir, Stefanía Ragnh. Ragnarsdóttir og (Guðrún) Viktoría Jóhannsdóttir.

Fráfarandi stjórn óskar nýjum meðlimum stjórnarinnar til hamingju og velferðar í komandi starfi.

Við þökkum fyrir okkur

Aðalheiður, Birkir, Hildur og Katrín.


Kosningar í nýja stjórn

Elsku listfræðinemar.

Nú er komið að því að kjósa í stjórn Artímu fyrir skólaárið 2011-2012.
Kosningafundurinn verður í fundarherbergi 303 á Háskólatorgi kl 18:00 nk.
miðvikudag, 21. september.
Sjö framboð bárust og munu fjögur þeirra mynda nýja stjórn. Allir
frambjóðendur halda stutta tölu og eftir það verður kosið.

Allir sem eru skráðir í listfræði og mæta á fundinn hafa kosningarétt.
Gaman væri að sjá sem flesta!
Kær kveðja, Aðalheiður Dögg

Kosningar í nýja stjórn

Elsku listfræðinemar.

Sjö framboð bárust í stjórn Artímu, sem er alveg hreint frábært!

Kosningarfundur verður haldin sem allra fyrst, en við þurfum að fá fundarherbergi úthlutað. Að öllum líkindum verður fundurinn í næstu viku.

Allir sem eru skráðir í listfræði og mæta á fundinn hafa kosningarétt.

Póstur verður sendur út og vel auglýst þegar dagsetning og tímasetning fundar verður staðfestur.

Kær kveðja, Aðalheiður


Frestur til framboða

Kæru listfræðinemar.

Vegna seinagangs á að fá póstlista listfræðinemenda hefur póstur enn ekki verið sendur út vegna stjórnlausrar Artímu. 

Póstur verður hins vegar sendur út í dag og er frestur til þess að bjóða sig fram til kl 20:00 nk. fimmtudag, 15. september.

Besta kveðja, Aðalheiður


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband