ArtímaGallerí

Sæl öllsömul
Dýrðir og dásemdir
Við höfum fundið húsnæði fyrir ArtímaGallerí

Húsnæðið verður samastaður allra listfræðinema og er hugsað fyrir alla en einnig sem verklegur vettvangur til að auka gæði námsins.

Stofnfundur verður haldin í rýminu næsta föstudag kl. 13.00

Um húsnæðið:
Smiðjustígur 10, 101 Rvk
100 fm
Pláss fyrir 3 sýningar í einu
Einnig pláss fyrir skrifstofu Artímu og aðstaða fyrir listfræðinema til að tjilla og læra.
Leiga: 65.000 kr

En við munum standa undir rekstri húsnæðisins alveg sjálf og því fylgir ýmislegt. Þess vegna eru þeir sem eru áhugasamir fyrir því að taka virkan þátt í starfinu í vetur hvattir til að kynna sér málið frekar með því að lesa áfram hér, mæta á stofnfundinn og ekki hika við að spyrja.

Öllum listfræðinemum er velkomið að taka þátt í vetur og setja upp sýningar sem sýningastjórar. En eins og planið lítur út núna mun hver og einn taka þátt í tveimur samsýningum og einni einkasýningu sem verður á tímabilinu nóvember-júní og fá lykil. Hver og einn þarf að greiða 20.000 kr til að taka þátt og verður fyrsta greiðslan að vera fyrir 1.nóv og sú seinni þann 1. feb 2012.

En þessir peningar fara í leigu miðað við lágmarksþáttöku, en Artíma er samt búin að sækja um styrki til reykjavikurborgar, landsbankans og bráðum einnig í stúdentasjóð og ef að við fáum eitthvað af þessum styrkjum væri hægt að nýta þá í leigu eða sýningaskrár og veigar. En einnig er stefnt að því að gefa út blöðung með hverri sýningu og rit í lok vetrar.

Eitt er víst að þetta er frábært tækifæri, og ef þú vilt tryggja þína þáttöku leggðu þá inn 10.000 kr. á Rkn: 0323-26-711006 Kennitala:711006-0440 Skýring: gallerí og staðfesting í email á artima@hi.is

Og svo bara mæta á stofnfundinn og næstu vinnukvöld, en við ætlum að shine-a pleisið og ráðast í smá breytingar og stefnt er á fyrsta vinnukvöld í næstu viku - og allir eru velkomnir.

♥Artíma♥


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband