Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Framlengur frestur greina - 11.apríl nk.

Ritnefnd ArtímaRits hefur ákveðið að framlengja skilafrest greina í annað tölublað ritsins til

 

11.apríl nk.

 

Það er því ekki um seinan að setjast við skriftir og senda okkur grein.

 

Rétt er að leggja áherslu á að ArtímaRit er á allra vörum, eins og kom fram í ávarpi í gær. Fjallað hefur verið um það í stærstu dagblöðum landsins og ritið vakti athygli greinahöfunda Tímairt Máls og Menningar. Í 150 manna veislum kanónu-listaspýra á Akureyri barst Artímarit í tal.

Þess vegna má ekki láta þetta tækifæri fram hjá sér fara ef markið er sett á fræðimennsku af einhverju tagi. Ekki óttast umtalið. ArtímaRit er fyrst og fremst vettvangur fyrir nemendur til að koma hugmyndum sínum á framfæri.Við höfum heyrt nemendur kvíða birtingu greina sinna í "alvöru" tímariti, að greinar okkar séu ekki nægilega góðar. Við hlustum ekki á slíkt. Ef þið eruð ánægð með einhverja grein þá er hún ekkert verri en einhver önnur. Einhversstaðar þarf líka að byrja. Artímarit er kjörinn stökkpallur... yfir í stærri og opnari miðla, eins og t.d. Sjónauka ;)

 Svo, Íslandstengt efni um myndlist af hverju tagi sem vera má óskast hér með.

Ég endurtek að skilafrestur er 11.apríl nk.

 

f.h. ritnefndar


-ÁRSHÁTÍÐ ARTÍMU-

Nú er það staðfest! Árshátíðin verður sem hér segir:

 

artimaposter

 

(Plakatið gerði Geoffrey Þ. Huntingdon (sandone@gmail.com))

Blóðgjöf er lífgjöf

Artíma minnir ykkur á að mars er blóðgjafamánuður í Háskólanum.

Fyrir þá sem hafa tök á er ekkert sjálfsagðara en að gefa blóð. Sjálf er ég ein af þeim. Þetta tekur 20 mínútur. 20 mínútur sem gætu gefið einhverjum öðrum líf. Það er ekki mikið.

ég hvet ykkur hér með.
Fólk í hugvísindadeild er gæðablóð. Sýnum það í verki.

Kveðja
Jóhanna Björk
formaður Artímu og blóðgjafi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband