Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Vísindaferð á föstudaginn!

Heil og sæl öll sömul,

Artímu hefur boðist að fara með Mími (íslenskudeildinni) og Torfhildi (bókmenntafræðinni) til ungra sjálfstæðismanna í Valhöll föstudaginn 29. janúar kl. 18.00 þar sem boðið verður upp á spjall og léttar veitingar. Eina sem þarf að gera er að skrá sig í kommentakerfið á www.torfhildur.blog.is :)

Við bendum á að Artíma þiggur boðið á ópólitískum forsendum þar sem við tökum enga afstöðu gagnvart neinum flokki né hreyfingum.

Hlökkum til að sjá sem flesta :)

kv.

Artíma


Heimsókn og fyrirlestur í Hafnarhúsinu

Halló halló

Í upphafi nýs árs hefur Artíma ákveðið að heimsækja Listasafn Reykjavíkur við Tryggvagötu og líta á þær sýningar sem nú standa yfir, Ljóslitífun og Lucy.

Um 8 leytið verður Dr. Steven C. Dubin frá Columbia háskóla með fyrirlesturinn Arresting Images: Impolitic Art and Unexpected Reactions eða Sláandi myndir: Ögrandi list og óvænt viðbrögð í fyrirlestraröð Hafnarhússins (hægt er að skoða fyrirlesturinn nánar hér: http://www.facebook.com/event.php?eid=259068810687#/event.php?eid=259068810687&index=1)

Eftir heimsóknina munum við síðan halda á Hressó, spjalla, hafa gaman og nýta okkur tilboðin á barnum sem Hressó hefur upp á að bjóða.

Einnig viljum við benda á að við erum enn að selja Artímu skírteini og nú á aðeins 2000 krónur þar sem helmingur þessa skólaárs er nú þegar liðinn. Hægt er að ná í okkur bæði í gegnum facebook og artima@hi.is nú eða bara á göngum skólans :)

 

Nýársviðburðatilhlökkun og gleði

Artíma :)
 

 


Gleðilegt nýtt ár!

elsku listfræðinemar,

Við hjá Artímu viljum óska ykkur gleðilegs nýs árs (dáldið í seinni í kantinum en virkar þó) og þakka í leiðinni allar góðu stundirnar okkar á seinasta ári.

Vonumst eftir sjá fersk og ný andlit á viðburðum Artímu og að sjálfsögðu þau gömlu og góðu einnig sem oftast á þessu ári.

Farið er að plana árshátið og er stemmning mjög góð fyrir henni í ár eins og í fyrra verður hún haldin í samráði við hinar ýmsu góðar deildir úr háskólanum. Einnig stefnum við að hinum ýmsu viðburðum til að nefna leikhúsferð, vísindaferðir og listakvöld.

Hlökkum til að sjá sem flest ykkar.

kv.

Artíma.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband