ArtímaGallerí
18.10.2011 | 17:57
Sæl öllsömul
Dýrðir og dásemdir
Við höfum fundið húsnæði fyrir ArtímaGallerí
Húsnæðið verður samastaður allra listfræðinema og er hugsað fyrir alla en einnig sem verklegur vettvangur til að auka gæði námsins.
Stofnfundur verður haldin í rýminu næsta föstudag kl. 13.00
Um húsnæðið:
Smiðjustígur 10, 101 Rvk
100 fm
Pláss fyrir 3 sýningar í einu
Einnig pláss fyrir skrifstofu Artímu og aðstaða fyrir listfræðinema til að tjilla og læra.
Leiga: 65.000 kr
En við munum standa undir rekstri húsnæðisins alveg sjálf og því fylgir ýmislegt. Þess vegna eru þeir sem eru áhugasamir fyrir því að taka virkan þátt í starfinu í vetur hvattir til að kynna sér málið frekar með því að lesa áfram hér, mæta á stofnfundinn og ekki hika við að spyrja.
Öllum listfræðinemum er velkomið að taka þátt í vetur og setja upp sýningar sem sýningastjórar. En eins og planið lítur út núna mun hver og einn taka þátt í tveimur samsýningum og einni einkasýningu sem verður á tímabilinu nóvember-júní og fá lykil. Hver og einn þarf að greiða 20.000 kr til að taka þátt og verður fyrsta greiðslan að vera fyrir 1.nóv og sú seinni þann 1. feb 2012.
En þessir peningar fara í leigu miðað við lágmarksþáttöku, en Artíma er samt búin að sækja um styrki til reykjavikurborgar, landsbankans og bráðum einnig í stúdentasjóð og ef að við fáum eitthvað af þessum styrkjum væri hægt að nýta þá í leigu eða sýningaskrár og veigar. En einnig er stefnt að því að gefa út blöðung með hverri sýningu og rit í lok vetrar.
Eitt er víst að þetta er frábært tækifæri, og ef þú vilt tryggja þína þáttöku leggðu þá inn 10.000 kr. á Rkn: 0323-26-711006 Kennitala:711006-0440 Skýring: gallerí og staðfesting í email á artima@hi.is
Og svo bara mæta á stofnfundinn og næstu vinnukvöld, en við ætlum að shine-a pleisið og ráðast í smá breytingar og stefnt er á fyrsta vinnukvöld í næstu viku - og allir eru velkomnir.
♥Artíma♥
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hönnun á Artímu Logo
28.9.2011 | 13:29
Hönnunarsamkeppni um Logo fyrir Artímu !!!
- Allir sem eru í listfræði er velkomið að taka þátt
- senda má fleiri en eina hugmynd
- senda þarf hugmynd/ir inn fyrir 12. okt til artima@hi.is í hvaða algengu formi sem er, jpg, png, pdf ...
- Lýðræðislegar kosningar munu svo fara fram hér á feisbook,
en þær munu gilda 50% á móti vali stjórnar, sem kemur með faglegt listfræðilegt mat...
Allar hugmyndir vel þegnar,
Ef að þú vilt skrá þig á spjöld sögunnar og þá er þetta tækifærið sem þú hefur verið að bíða eftir...
Áfram Artíma
Hittingur og ArtímuKort
28.9.2011 | 13:28
Góðan daginn kæru listfræðinemar
Hér er smá upp-lýsinga-Bom-ba...
Nú er ný stjórn nýkomin af fyrsta fundi og endalaust af spennandi verkefnum frammundan!
Næst á dagskrá er auðvitað *hittingurinn okkar þann 7 okt,* en nánari upplýsingar koma inn fljótlega (..og allir búnir að taka daginn frá ekki satt)
En allir eru hvattir til að mæta, já allir, hvort sem þið eruð í fullu námi eða ekki, nýnemar eða heldrinemar, konur eða menn..
- Það verður eitthvað fyrir alla, kaffi eða bjór, umræður eða dans, þú mátt tala við alla eða ekki tala, og þú mátt mæta í búning .... bara mættu !
*og svo er það nemendakort Artímu!*
-En kortið mun kosta litlar 2000 kr, sem er án efa gjöf en ekki gjald, þegar litið er yfir fríðindi kortsins, sem eru meðal annars: Forgangur í vísindaferðir, Frítt eða ódýrara á einstaka viðburði, drykkur við og við, frítt í jólabíó, réttur til að sækja um að halda sýningu í nemendagallerí Artímu, afsláttur í ísbúð, bari, veitingastaði, verlsanir og margt margt fleira...
-Að auki verður kortið hið mesta augnakonfekt og klassískur safngripur, í það minnsta kær minningargripur um árið..
Skráning fer fram hér:
https://docs.google.com/spreadsheet/embeddedform?formkey=dEFhT05yc1RxSzBRbFJ3M0NyOWlTUUE6MQ
Ástarkveðjur
Artíma
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttir
22.9.2011 | 16:34
Kæru listfræðinemar,
Ný stjórn *Artímu - nemendafélags Listfræðinema við Háskóla Ísland *hefur
tekið til starfa!
Hér eru nokkur skilaboð frá okkur:
- *Vefsíða Artímu *verður nýtt sem fréttamiðill. Lén hennar er
http://artima.blog.is/blog/artima/
- *Facebook grúppa* verður einnig nýtt og verða allir viðburðir auglýstir
þar líka. Lén grúppunnar er
https://www.facebook.com/groups/50080027722/
- Brátt mun vera boðað til *aðalfundar*. Það verður gert með að minnsta
kosti viku fyrirvara.
- Listfræðinemar ætla að hittast og drekka bjór á *Laugardag*. Þetta verður
staðsett á Glaumbar á Tryggvagötu. Bjórinn verður á 290kr og skot á 290kr.
Stuttur fyrirvari, en um að gera að mæta og drekka bjór og hittast og vera
hress.
- ELSKURNAR. takið svo frá föstudaginn *7. október* því þá verður mega *
NÝNEMAPARTÍ*. staðsetning og tími kemur betur í ljós, þegar nær dregur.
Kær kveðja,
Stjórn Artímu 2011-2012
Ný stjórn Artímu!
21.9.2011 | 23:30
Kæru listfræðinemendur.
Nú hefur verið kosin ný stjórn Artímu, hana skipa:
Alexander Jean Edvard Le Sage de Fontenay, Katrín Inga Jónsdóttir, Stefanía Ragnh. Ragnarsdóttir og (Guðrún) Viktoría Jóhannsdóttir.
Fráfarandi stjórn óskar nýjum meðlimum stjórnarinnar til hamingju og velferðar í komandi starfi.
Við þökkum fyrir okkur
Aðalheiður, Birkir, Hildur og Katrín.
Kosningar í nýja stjórn
19.9.2011 | 14:22
Elsku listfræðinemar.
Nú er komið að því að kjósa í stjórn Artímu fyrir skólaárið 2011-2012.
Kosningafundurinn verður í fundarherbergi 303 á Háskólatorgi kl 18:00 nk.
miðvikudag, 21. september.
Sjö framboð bárust og munu fjögur þeirra mynda nýja stjórn. Allir
frambjóðendur halda stutta tölu og eftir það verður kosið.
Allir sem eru skráðir í listfræði og mæta á fundinn hafa kosningarétt.
Gaman væri að sjá sem flesta!
Kær kveðja, Aðalheiður Dögg
Kosningar í nýja stjórn
16.9.2011 | 14:25
Elsku listfræðinemar.
Sjö framboð bárust í stjórn Artímu, sem er alveg hreint frábært!
Kosningarfundur verður haldin sem allra fyrst, en við þurfum að fá fundarherbergi úthlutað. Að öllum líkindum verður fundurinn í næstu viku.
Allir sem eru skráðir í listfræði og mæta á fundinn hafa kosningarétt.
Póstur verður sendur út og vel auglýst þegar dagsetning og tímasetning fundar verður staðfestur.
Kær kveðja, Aðalheiður
Frestur til framboða
12.9.2011 | 16:07
Kæru listfræðinemar.
Vegna seinagangs á að fá póstlista listfræðinemenda hefur póstur enn ekki verið sendur út vegna stjórnlausrar Artímu.
Póstur verður hins vegar sendur út í dag og er frestur til þess að bjóða sig fram til kl 20:00 nk. fimmtudag, 15. september.
Besta kveðja, Aðalheiður
Stjórnarlaus Artíma
26.8.2011 | 16:17
Kæru listfræðinemar.
Nú er nýtt skólaár að ganga í garð og væri Artíma að hefja dagskrá sína en þar sem nemendafélagið skortir stjórn er ekkert á döfinni.
Nemendafélagið er mikilvægur þáttur og skemmtileg aukning við nám í Háskólanum og því þykir miður að engin starfsemi sé í gangi. Það gerir námið skemmtilegra að kynnast samnemendum sínum á öðrum vettvangi en í skólastofunni og er eitt helsta hlutverk Artímu einmitt að koma nemendum saman.
Ég auglýsi hér með eftir framboðum í stjórn Artímu, en fjögur framboð óskast í stjórnina. Kosningar í einstök embætti fara svo fram innan nýkjörinnar stjórnar (þ.e. gjaldkeri, ritari, meðstjórnandi og formaður). Allir sem skráðir eru i listfræði og mæta á kosningafund hafa atkvæðisrétt.
Ég set frest til föstudagsins 9. september til þess að senda inn framboð á artima@hi.is. Eftir það verður boðað til kosningafundar. Sendur verður póstur á listfræðinema vegna þessa í næstu viku.
Með góðri haustkveðju
Aðalheiður Dögg, fráfarandi formaður.
Aðalfundur Artímu - kosningar
30.3.2011 | 12:30
Takk fyrir skemmtilega og vel heppnaða árshátíð síðastliðinn föstudag.
Nú er komið að því að þessi stjórn láti af störfum og ný er kosin. Óskum við eftir framboðum og þurfa þau að berast í síðasta lagi á miðnætti miðvikudagsins 6. apríl og fara kosningar fram á aðalfundi fimmtudaginn 7. apríl kl 17:30. Staðsetning fundar verður auglýst síðar.
Framboð berist á artima@hi.is.
Fjögur framboð óskast í stjórn Artímu, en kosningar í einstök embætti fer fram innan nýkjörinnar stjórnar (þ.e. gjaldkeri, ritari, meðstjórnandi og formaður). 1. árs nemi er kosinn í stjórnina á sérstökum haustfundi. Allir sem skráðir eru i listfræði og mæta á fundinn hafa atkvæðisrétt.
Ef einhver hefur áhuga á að vera með í ArtímaRiti eða Artíma Galleríi má sá hinn sami endilega mæta á fundinn.
Takk kærlega fyrir veturinn!
Stjórn Artímu