Aðventukvöld
18.11.2008 | 12:03
Næsta föstudag, 21. nóvember, ætlar Artíma með Mími (félag íslenskunema) og Torfhildi (félag bókmenntanema) að halda upplestrakvöld í tengslum við jólabókaflóðið. Þrír höfundar munu lesa upp úr nýjum verkum sínum, þau Ármann Jakobsson, Auður Jónsdóttir og Hallgrímur Helgason en auk þeirra munu tvö innanhússkáld lesa upp, nemendur úr íslensku og bókmenntafræði. Upplesturinn fer fram í stofu 201 í Árnagarði og hefst kl. 20:00. Eftir upplesturinn verður boðið upp á heitt kakó, kaffi, piparkökur, rautt og hvítt osfrv. Öllum er velkomið að koma með vini og maka með sér og vonandi mun skapast skemmtileg jóla- og bókastemmning.
Kveðja, Artíma
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gallerí Ágúst!
9.11.2008 | 16:58
Jæja, þá er það næsti atburður á vegum Artímu. Núna er okkur boðið í Gallerí Ágúst næstkomandi fimmtudag. Þar ætlar hún Sigrún Sandra að fræða okkur um galleríið, og svo tekur listakonan Guðrún Kristjánsdóttir við en núna er sýning á verkum hennar í galleríinu. Hvítvín og bjór í boði fyrir þá sem eru þyrstir.
Gallerí Ágúst er staðsett á Baldursgötu tólf, og allir að vera mættir þangað stundvíslega klukkan átta. Einsog áður eru aðeins fimmtán sæti í boði, svo fyrstir koma fyrstir fá!
Leikhúsferð
4.11.2008 | 12:43
Listfræðinemar Á fimmtudaginn er okkur boðið að koma á forsýningu á Vestrið eina sem sýnt er í Borgarleikhúsinu.
Það er mæting klukkan 18:45 í andyri Borgarleikhúsins, þar sem við fáum túr um leikhúsið og fáum að hitta leikstjóra sýningarinnar áður en sýningin hefst. Sýningin byrjar svo klukkan 20:00.
Það eru 15 miðar í boði, svo þið verðið að skrá ykkur í athugasemdir ef þið ætlið með.
Ef þið viljð kynna ykkur sýninguna betur þá getið þið gert það hér : http://www.borgarleikhusid.is/leiksyningar/nyja-svid/nr/25/eventID/4126
Kv. Artíma
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Myndir
3.11.2008 | 11:04
Góðan dag og gleðilegan mánudag!
Ég var að setja inn myndir frá hrekkjavökunni.. þær eru soldið litlar því það vantaði myndapláss..
Endilega skildu eftir athugasemd - því það er svo gaman
p.s. pirrar það engann nema mig þegar kennarar sletta mikið í tímum??
Sjáumst skötur!
BHHÚÚ!!!!!! Það er Halloween á föstudaginn
28.10.2008 | 13:18
Elsku listfræðinemar á föstudaginn 31.október er Halloween Artíma ætlar að halda upp á þennan merka dag og halda HALLOWEEN-PARTY.
Partýið verður haldir heima hjá Snorra Frey, hann býr á Holtsgötu 13, 101 rvk.
Mæting stundvíslega klukkan 21:00.
Endilega finnið einhvern "SCARY" búning, því við veitum verðlaun fyrir besta búninginn!
Það verður boðið upp á eitthvað af veitingum, en ef þið erum mjög þyrst komið með eigin drykki
Hlökkum til að sjá ykkur, ef þið þorið að mæta!
Kv. Artíma
p.s. Ef þú ert eitthvað í veseni þá er síminn hjá Snorra Freyr 8664491, hringdu ef þú hefur einhverjar spurningar.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndir úr vísindaferð í Landsvirkjun
17.10.2008 | 22:40
Hæ endilega kíkið á þessar stórsniðugu myndir sem ég henti hér inn af vísindaferðinni sem var í kvöld í Landsvirkjun en það var rosa gaman að kíkja með fornleifafræðinni og fá samlokusnittudótarí og fræðslu um Landsvirkjun og listaverkin þar.
Njótið vel og góða helgi skötur!
SKRÁNING Í VÍSINDAFERÐ
15.10.2008 | 11:37
Þá er skráningin hafin í vísindaferðina!
það eru 15 manns sem komast með...
mæting er á föstudaginn kl 17, á Háaleitisbraut 68, 103 Rvk hjá Austurveri
Svo minni ég á að þeir sem eru ekki félagsmenn artímu borga aukalega 500 kr.
Vísó númeró tvö
14.10.2008 | 12:37
Já lömbin góð! Það er komið að annarri vísindaferð vetrarins!
Í þetta skipti höldum við í Landsvirkjun í félagi við fornleifafræðinema og förum við á föstudaginn. Aðeins eru fimmtán sæti í boði og hefst skráning á morgun KLUKKAN TÓLF STUNDVÍSLEGA!
Artímu partý og Sequensis
7.10.2008 | 23:35
Næstkomandi laugardag, þann 11. Október gengur annað listfræði-partý þessarar annar í garð.
Planið er að hittast heima hjá Maggý kl:18:30 og borða léttan partý mat. Rétt fyrir ellefu förum við svo öll saman í opnunarpartý Sequensis og höldum fjörinu áfram.
Þeir sem að ætla að mæta verða að skrá sig og borga 700 krónur inn á reikning, í síðasta lagi fyrir klukkan 12:00 á föstudaginn, svo að það verði nægur tími til að plana matinn, (hver og einn kemur með sín eigin drykkjarföng).
☺ Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest ☺
Hvar? Flókagötu 58 (Margrét og Leifur á bjöllu)
Hvenær? Laugardaginn 11. Október klukkan 18:30
Hverjir? Nemendur í listfræði
Skráning? Lagt er inn á reikning : 114 26 41184 kt: 041184- 2809
(Skrifið nafnið ykkar í athugasemdir)
Bóel Bjartmarsdóttir
1.10.2008 | 19:48
Þá er fyrsta vísindaferð vetrarins lokið og tókst hún bara nokkuð vel! Það var fámennt en góðmennt, og held ég að ekki ein manneskja hafi ekki skemmt sér í nokkuð áhugaveðri ferð um Prentmet. Eftir það héldum við á Ölstofuna þar sem nokkrir bjórar voru drukknir, og nokkur vatnsglös.
En nú er októberfest næst á dagskrá og erum við að reyna að redda einhverju fyrir það. Það verður auglýst síðar.
Svo er vísindaferð í Landsvirkjun þann 17. október, en þangað förum við í fylgd með fornleifafræðinni og fleiri deildum. Við erum ekki komin með sætafjölda, svo þetta verður líka auglýst síðar.
Í burðarliðnum er þó margt fleira en vísindaferðir, við ætlum m.a. að hafa karokí kvöld, fara á einhverjar sýningar, og plötupartý er líka á dagskránni. Svo erum við alltaf opin fyrir hugmyndum, og verið ófeimin að koma á framfæri við okkur því sem ykkur langar að gera.
Þangað til næst,
Artíma!