Færsluflokkur: Menning og listir
Artíma Bío
12.9.2007 | 12:43
Fyrsta VideoKvöld vetrarins
Verður haldið í kvöld kl.20:30 í stofu O106.
Sýnd verður myndin Love is the Devil eftir John Maybury frá árinu 1998,
sem fjallar um æsispennadi og melonkolíska líf listamannsins Francis Bacon.
Hlakka til að sjá ykkur sem flest...með popp og djús
Þeir sem vilja kynna sér myndina frekar og Francis Bacon...
http://en.wikipedia.org/wiki/Francis_Bacon_(painter)
http://www.imdb.com/title/tt0119577/
kv. Artíma
Mary Ellen Mark
10.9.2007 | 13:00
daginn,
Ég sit hér með kaffibollann minn og er að lesa í Fréttablaðinu að Mary
Ellen Mark ætli að taka á móti áhugasömum og leiða þá í gegnum sýninguna
sína klukkan 17.00. Sýningin er á Þjóðminjasafninu.
Fyrir þá sem ekki vita er Mary Ellen Mark eitt af stóru nöfnunum í
ljósmyndasögunni. Með mikilli viðrðingu endurspegla myndir hennar líf
fólks sem einhverra hluta vegna hefur orðið undir í samfélaginu. Sýningin
á Þjóðminjasafninu er tekin á Íslandi af börnum í Öskjuhlíðarskóla.
Eignmaður hennar gerði heimildarmynd um efnið sem einnig var frumsýnd nú
um helgina.
Hér er tengill inn á síðu ljósmyndarans knáa : http://www.maryellenmark.com/
Þetta er einstakt tækifæri. Endilega hliðrið til í dagskránni og komið (ég
veit að ég ætla að klára að fara í bónus fyrir skóla í stað þess að fara á
eftir tíma.)
kveðja
Jóhanna Björk
Artíma
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjarvalsstaðir
7.9.2007 | 14:31
Við ætlum að hittast í anddyri Kjarvalsstaða á morgun, Laugardag kl. 16.30.
ef Stemning myndast höldum við áfram.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lukka
7.9.2007 | 09:35
Artíma vil þakka þeim sem mættu á Barinn kærlega fyrir kvöldið. Við vorum afar ánægð með mætinguna og þá stemningu sem myndaðist. Takk aftur.
Hér eru komnar inn myndir sem þið gætuð haft gaman að.
Kveðja
Artíma
Gleðilegt nýtt skólaár
6.9.2007 | 20:02
Kæru listfræðinemar.
Við byrjum á því að bjóða Sólveigu Ásu velkomna í stjórn Artímu, sem
fulltrúi nýnema.
Enn eru lausar stöður í ritnefnd - ArtímaRit 2008.
Við erum byrjuð að taka á móti skráningum í félagið. Félagsgjöldin eru
2000 krónur. Við verðum á Barnum, Laugavegi 22, í dag, fimmtudag, frá
kl. 21. Þar verður sameiginlegt bjórkvöld Torfhildar, félag skorarinnar
okkar, og Artímu.
Okkur var einnig boðið á sýningaropnun Eggerts Péturssonar á Listasafni
Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, laugardaginn 8.september. Við ætlum að
hittast í andyri safnsins kl. 16.30.
sjá nánar á www.listasafnreykjavikur.is
Miðvikudagskvöld í vetur verða ArtímuBíó-kvöld. Við ætlum að byrja á
miðvikudaginn eftir viku, 12.september og sýna verk Mayu Deren. Staður
verður tilkynntur síðar.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Artímufélagar
Jóhanna, Karína, Heiða, Heiðar og Sólveig
artima@hi.is
Þriðja Vídjókvöldið!
26.2.2007 | 23:36
miðvikudagskvöldið 28.febrúar kl 20.00 í stofu O-101 : Fischli & Weiss og
The-Saatchi-Gallery-100
Á þessu bíókvöldi í boði Artímu verður sýnd hin
stórskemmtilega "The Way Things Go" eftir þá félaga Peter Fischli og David
Weiss. Þetta er upptaka frá 1987 af gjörningi þeirra sem er æsispennandi -
í alvöru!!! - efnafræðileg keðjuverkun. Lesið nánar um þetta og skoðið
trailer af verkinu á eftirfarandi vefslóð:
http://www.tcfilm.ch/lauf_txt_e.htm
Svo ætlum við að sjá myndina The-Saatchi-Gallery-100.
Safnanótt
24.2.2007 | 20:06
Artíma fór á safnarölt á safnanótt.
Farið var á Listasafn ASÍ, Hafnarhúsið, Kjarvalsstaði og í vínsmökkun. Í lok kvölds voru stigin nokkur skref. Kompasisjónir voru teknar á ljósmyndavél í tilefni kvöldsins og hafa þær myndir ratað á veraldarvefinn.
Við viljum mæla með sýningunum sem þarna voru. Þarna voru vandaðar sýningar sem við meigum ekki láta fram hjá okkur fara.
Við þökkum ykkur fyrir frábært kvöld.
Ný síða Artímu
24.2.2007 | 17:29
Vegna takmarka blogspot kerfisins höfum við flutt okkur um set. Hér verður fljótt sett upp kerfi til umræðu, myndir hafa ratað inn og fleira í þeim dúr.
Við vonumst til þess að virkja samnemendur okkar í almennri orðræðu um list og umræðu um nám og skóla.
látið í ykkur heyra á öldum ljósvakans, tækifærin gerast ekki betri
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)