Færsluflokkur: Menning og listir

Party Party

Fyrsta partýið þessa skólaárs verður nú haldið næstkomandi föstudag en það verður eins konar fyrirparty fyrir Nýnemaball HÍ og munum við hittast á Bjarna Fel kl. 20.30.

Það verða ánægjuleg tilboð á barnum fyrir þá sem verða þyrstir en þau eru eftirfarandi:

Bjór á 390 kr. 

Valin skot 390 kr 

Við endilega hvetjum alla til að mæta og þá sérstaklega nýnemana því kvöldið er þeirra :)

Hlökkum til að sjá ykkur 

Stjórn Artímu :)

 

 


Nýtt skólaár!

jæja kæru samnemendur,

við í stjórn Artímu vildum bara óska ykkur góðs gengis á nýju skólaári og bjóða alla nýnema velkomin í listfræðina. vonandi verður mætingin á viðburði Artímu góð í ár, við skemmtum okkur alltaf svo vel að við viljum auðvitað sem flestir taki þátt;)

Á föstudaginn næsta munum við halda nýnemapartý en það verður auglýst betur síðar og hvet ég alla nýnema sem og eldri nemendur til að mæta:)

Kv.

Artíma


Ný nefnd.

jæja kæru listfræðinemar,

Á fámennum en góðum aðalfundi í gær var gamla stjórnin okkar kvödd og ný nefnd fyrir skólaárið 2009-2010 kosin en nýja nefndin saman stendur af:

Guðrún Ýr- formaður

Elín- varaformaður/ ritari

Stella- gjaldkeri

Heiða- ritstjóri Artímarit

Við þökkum fráfarandi stjórn fyrir æðislegt ár og vonum í senn að næsta ár verði ekki síðra.

Kv.

Artíma stjórn 2009-2010


AÐALFUNDUR ARTÍMU!


Kæru listfræðinemar,
Nú fer að líða að lokum þessa skólaárs og því er komið að aðalfundi
Artímu. Þá munum við í stjórninni gera upp árið og afhenda nýrri stjórn
völdin.

ATH! Það verður kosið í nýja stjórn á fundinum og því þarf að hafa tvennt
í huga:
1. Þeir sem ætla að bjóða sig fram þurfa að senda Snorra e-mail
(sfs1@hi.is) fyrir hádegi á fimmtudag 2.apríl.
2. Mikilvægt er að sem flestir sjái sér fært um að mæta á fundinn til að
kjósa. Ekki er hægt að kjósa öðruvísi en á fundinum.

Um framboðið: Einstaklingar bjóða sig fram í stjórnina, þegar hefur verið
mynduð skipar hún á milli sín embætta. Þessi stjórn tekur svo við völdum
samdægurs og situr fram að næsta aðalfundi.

Eftir fundinn verður svo haldið gífurlega gott lokapartý þar sem þakið
verður rifið af húsinu.
Léttar veitingar verða í boði.
Skemmtiatriði óskast.

Staðsetning verður auglýst seinna.

Ef einhverjar spurningar vakna, endilega hafið samband við einhvern í
stjórninni.

kveðja, stjórn Artímu 2008 - 2009.

Ferð í Gallerí Fold

Á föstudaginn ætlar Gallerí Fold að taka á móti okkur.Þetta er skemmtilegur viðburður, þar sem við fræðumst bæði um galleríið sjálft og sýninguna sem er í gangi.

Mæting í Gallerí Fold föstudaginn 20. mars kl. 18.30 - Rauðarárstíg 14 - 105 Reykjavík.

Fyrst ræðir Jóhann Ágúst Hansen um starfsemi gallerísins.Því næst ræðir Guðrún Öyahals um myndlist sína.

Léttar veitingar verða í boði.Þetta er listfræðiútgáfan af vísindaferð og komast einungis 20 með, svo þið verðir að skrá ykkur hér að neðan í athugasemdir ef þið ætlið með.

Svo höldum við skemmtuninni áfram eftir Gallerí Fold.

 

main.php?g2_view=core

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Artíma.


Næstkomandi föstudagur og meira!

Kæru Listfræðinemar!

Því miður getur Gallerí Fold ekki tekið við okkur á föstudaginn vegna viðráðanlegra aðstæðna. Þau buðu okkur í staðinn 20.mars og ætlum við að þiggja það.

Við ætlum að selja skírteini inn í Artíma á 1500 kr. þar sem það er svo stutt eftir af árinu, en það þýðir samt ekki að það verði ekki nóg að gera. Félagsmenn fá miðann á árshátíðina á 3500kr. í stað 5500kr. Auk nokkra viðburða, eins og partý og ferðin í Gallerí Fold. Við ætlum að selja miðana í hléinu í Alþjóðlegri myndlist miðvikudaginn 25.feb. í Listaháskólanum sem og í hléinu í myndasögum í stofu 201 í Árnagarði á fimmtudaginn 26.feb. Það er einnig hægt að hafa samband við okkur um inngöngu. Ath. Við getum aðeins tekið við peningum.

 


Svo er komið að aðalviðburði vikunnar Þar sem Gallerí Fold gat ekki tekið við okkur ætlum við að halda Góðan Geðblandara eða GG Teiti. Hér koma upplýsingar um það.

 

GG Teitið:
Staðsetning: Eggertsgata 24, íbúð 116
Partýhaldari: Oddný Björk, listfræðinemi
Veitingar: Það verða fljótandi veitingar í boði, en þeir sem eru mjög
þyrstir ættu að með auka.
Tilgangur: Upphitun fyrir árshátíðina.
Tími:20:30

 

Vonumst til að sjá sem flesta.
Ef það eru einhverjar spurningar, ekki hika við að senda mér tölvupóst.

 

Kv. Artíma, félag listfræðinema


Malt&appelsín!

 

Takk æðislega fyrir vísindaferðina á föstudaginn. Gaman að sjá svona marga!

Fullt að gerast í framtíðinni, fylgist með!

 kveðja, Artíma


Vísindaferð!

Þá er komið að fyrstu vísindaferð þessa árs! Við ætlum að láta sjá okkur í Ölgerðinni næsta föstudag klukkan fimm! Spænskunemar ætla að koma með okkur sem og íslenskunemar. Eftir sjálfa vísindaferðina ætlum svo að setjast einhverstaðar saman og halda áfram skemmtuninni!

 

Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst, en skráningu líkur á miðvikudaginn!

 

free_beer_1

 

 


Listfræðinemendur, aldnir sem ungir!

 

Við í stjórn Artímu erum að pússla saman dagskránni, og er ýmislegt skemmtilegt og áhugavert komið á hana. Vonandi geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þrír atburðir eru komnir þó algjörlega á fast:

  • 13. febrúar er okkur boðið í vísindaferð í Ölgerðina.

  • 27. febrúar er okkur boðið á foropnun á nýrri sýningu Kolbrár Bragadóttur í Gallerí Fold sem opnar daginn eftir. Við fáum þann heiður að fá að vita aðeins um galleríið sem og að listakonan verður á staðnum til svara spurningum okkar og fræða okkur um sjálfa sig.

  • Í mars verður svo haldin glæsileg árshátíð.

Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur hverjum atburði, og svo eiga jafnvel eftir að bætast fleiri atburðir á dagskránna.  Einnig erum við opin fyrir öllum uppástungum frá ykkur!

Með kveðju, Artíma.


Elsku samnemendur!

 

Nú ert vorönnin hafin og Artíma farin á fullt. Dagskráin er troðfull á þessari önn, en við erum enn opin fyrir hugmyndum.

Tvær vísindaferðir verða í febrúar, og svo verður árshátíðin haldin hátíðleg um marsleitið.

Með sól í hjarta og bros á vörum.

kveðja, artíma


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband