Heimsókn og fyrirlestur í Hafnarhúsinu
19.1.2010 | 17:06
Halló halló
Í upphafi nýs árs hefur Artíma ákveðið að heimsækja Listasafn Reykjavíkur við Tryggvagötu og líta á þær sýningar sem nú standa yfir, Ljóslitífun og Lucy.
Um 8 leytið verður Dr. Steven C. Dubin frá Columbia háskóla með fyrirlesturinn Arresting Images: Impolitic Art and Unexpected Reactions eða Sláandi myndir: Ögrandi list og óvænt viðbrögð í fyrirlestraröð Hafnarhússins (hægt er að skoða fyrirlesturinn nánar hér: http://www.facebook.com/event.php?eid=259068810687#/event.php?eid=259068810687&index=1)
Eftir heimsóknina munum við síðan halda á Hressó, spjalla, hafa gaman og nýta okkur tilboðin á barnum sem Hressó hefur upp á að bjóða.
Einnig viljum við benda á að við erum enn að selja Artímu skírteini og nú á aðeins 2000 krónur þar sem helmingur þessa skólaárs er nú þegar liðinn. Hægt er að ná í okkur bæði í gegnum facebook og artima@hi.is nú eða bara á göngum skólans :)
Nýársviðburðatilhlökkun og gleði
Artíma :)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.