Kosningar í stjórn Artímu

Kæru listfræðinemendur,

nú er kominn sá tími ársins að gamla stjórnin segi af sér og kjósa þarf í
nýja stjórn. Í kostningunum verður kosið um 3 embætti (Formaður, gjaldkeri
og ritari) en á haustönn er 4 aðilinn tekinn inn sem nýnemi.

Stjórnarmeðlimir Artímu sjá um að halda félagslífi innan deildarinnar
virku og felst þar inn í að skipuleggja vísindaferðir, safnaheimsóknir
o.fl.
Það að vera í stjórn er bæði skemmtilegt og ýtir undir tengslamyndun.

Það að vera tengslum við samnemendur sína samhliða náminu víkkar
sjóndeildarhring manns og býður upp á gagnvirkari skilning á námsefninu.
Auk þess er alltaf gaman að kynnast nýju fólki:)

Með þessum orðum viljum við í núverandi stjórn þakka fyrir veturinn og
ánægjulegar samverustundir og hvetja sem flesta að senda núverandi
formanni email ef áhugi er til þess að bjóða sig fram í stjórn Artímu árið
2010-2011.

Email sendist á gye4@hi.is fyrir hádegi föstudaginn 9. apríl

Kostningarkveðjur frá Artímu.
Guðrún Ýr
Stella Björk
Elín
Heiða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband