Upphaf námsárs
30.8.2010 | 20:28
Kæru listfræðinemar
Nú er nýtt skólaár að hefjast og er nemendafélagið í fullum gangi við skipulagningu ársins. Við tilkynnum síðar sölu nemendakorta og dagskrá vetrarins.
Helsta mál á dagskrá núna er að finna fleiri meðlimi í stjórn Artímu. Hefð hefur verið fyrir því að fá nýnema í stjórnina og verður engin undantekning að þessu sinni. Einnig höfum við pláss fyrir annan meðlim þar sem við erum einungis tvö í stjórn en venjan er að hafa fjóra. Ef einhver hefur áhuga á að vera með endilega sendið okkur línu á adf3@hi.is (Aðalheiður) eða bik5@hi.is (Birkir).
Frábært væri að fá amk einn meðlim í stjórnina til þess að gera nemendafélagið öflugara, þá biðlum við bæði til nýnema jafnt sem eldri nemenda.
Með kveðju
Aðalheiður og Birkir
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.