Fyrsta partý vetrarins!

Kæru listfræðinemar.

Næsta föstudag, þann 3. september, er stúdentagleði á Ellefunni. Kemur þessi skemmtun í stað hinnar árlegu nýnemagleði. Af því tilefni viljum við bjóða listfræðinemum, bæði nýnemum sem og eldri, í fyrsta partý vetrarins.

Það verður haldið á Ásvallagötu 17 og er mæting 20:30. Planið er að halda síðan á Stúdentagleðina en auðvitað er hverjum frjálst ferða sinna :)

Tilboð verður á barnum fyrir HÍ nema: Bjór 450 kr og skot á 400 kr. Einnig fá HÍ nemar forgang inná staðinn, gegn framvísun stúdentakorta.

Vonandi sjáum við sem flesta og ef þið hafið einhverjar spurningar, ekki hika við að hringja í síma 847-8715 (Aðalheiður)

Með partý-kveðju

Aðalheiður og Birkir

E.S. Endilega gerist meðlimir að síðu Artímu á facebook, þá fáið þið allar upplýsingar "beint í æð" og verður ykkur sjálfkrafa boðið á viðburði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband