Listasafn og bjór!
30.9.2010 | 19:56
Kæru listfræðinemar
Næstkomandi fimmtudag, þann 7. október, ætlum við að kíkja á sýningar Listasafns Reykjavíkur (Hafnarhúsið) og fá okkur aðeins í aðra tána á Hressó. Góð tilboð verða í boði, en stór bjór er á 390 kr og mickey finns/eplasnafs skot eru einnig á 390 kr. Fyrir þá svanga er veittur 15% afsláttur af matseðli.
Mæting er á listasafnið kl 20:30, þeir sem eru búnir að sjá sýningarnar geta hitt okkur á Hressó eftir það, en áætlað er að við verðum þar kl ca 21:30.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Aðalheiður, Birkir og Hildur
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.