Listfræðiferð í Þjóðleikhúsið á sýninguna Finnski hesturinn
12.10.2010 | 16:29
Við í listfræðinni ætlum að skella okkur saman í Þjóðleikhúsið að sjá sýninguna Finnska hestinn sem er "Bráðfyndið og snargeggjað verk um mergjað fjölskyldulíf og mál sem brenna á Íslendingum í dag!"
Aðgangseyrir er 1800 krónur og þarf að ganga frá greiðslu í síðasta lagi 18. okt., en farið verður á sýninguna kl 20 föstudaginn 22.október. Þeir sem eiga greiðslukort/ áskriftarkort geta hringt í miðasöluna og pantað miða sem bíður þeirra í miðasölunni, aðrir geta svo komið við í miðasölunn...i og gengið frá kaupunum þar.
Þetta verður bindandi skráning þannig ekki skrá ykkur ef þið sjáið ekki fært að standa við mætinguna.
Eftir sýningu ætla María Reyndal leikstjóri og Ilmur Stefánsdóttir höfundur leikmyndar líklegast að spjalla við okkur um verkið.
Eftir leikhúsið ef áhugi er fyrir, getum við kíkt á kaffihús og fengið okkur í tána :D
Vonum að sem flestir komist, gaman að fara saman í leikhús!! :D
Kveðja Aðalheiður, Hildur og Birkir
Flokkur: Menning og listir | Breytt 18.10.2010 kl. 09:00 | Facebook
Athugasemdir
ég ætla, og ég er ekkert smá spenntur
birkir Karlsson (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 19:12
Ég mæti að sjálfsögðu!
Heiða (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 21:25
Ég ætla að mæta :)
Ég er líka með tvær spurningar:
-getur maður fengið tvo miða?
-hvar gengur maður frá greiðslunni?
Berglind Helgadóttir (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 22:18
Sæl Berglind.
Það ætti ekki að vera neitt mál að fá tvo miða.
Hægt er að ganga frá greiðslu á tvo máta; að fara niður í Þjóleikhús og greiða í þar eða að hringja í miðasölu Þjóðleikhúsins (einungis ef þú greiðir með kreditkorti/áskriftarkorti).
Heiða (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 13:57
ég mæti ;)
Steinunn Björk (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 21:39
ég ætla að mæta
Eva Björk (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 11:54
Það vantar upplýsingar um aðalatriðið......dagsetninguna :)
Aldís (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 19:51
ég kemst víst ekki á föstudaginn :( skemmtið ykkur vel
Steinunn Björk (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.