Artímarit
9.11.2010 | 14:26
Kæru listfræðinemar.
Fyrst ber að nefna að nýr meðlimur hefur bæst við í stjórn Artímu, við bjóðum Katrínu I. Jónsdóttur velkomna.
Næsta mál er Artímaritið. Á það rit að koma út á vörönn og er unnið að nemendum listfræðinnar. Það var ekki gefið út á seinasta námsári en er það ætlun okkar að gefa það út næsta vor.
Við leitum að áhugasömum nemendum; annars vegar til þess að vinna í blaðinu, þ.e. að safna efni og auglýsingum, í raun halda utan um verkið og sjá til þess að það komi út. Hins vegar vantar efni í blaðið, en greinar þess eru eingöngu skrifaðar af nemendum listfræðinnar.
Ef þið hafið áhuga á að taka þátt eða viljið senda inn efni, endilega sendið póst á artima@hi.is.
Með kveðju, stjórn Artímu.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.