Stjórnarlaus Artíma

Kæru listfræðinemar.

Nú er nýtt skólaár að ganga í garð og væri Artíma að hefja dagskrá sína en þar sem nemendafélagið skortir stjórn er ekkert á döfinni.

Nemendafélagið er mikilvægur þáttur og skemmtileg aukning við nám í Háskólanum og því þykir miður að engin starfsemi sé í gangi. Það gerir námið skemmtilegra að kynnast samnemendum sínum á öðrum vettvangi en í skólastofunni og er eitt helsta hlutverk Artímu einmitt að koma nemendum saman.

Ég auglýsi hér með eftir framboðum í stjórn Artímu, en fjögur framboð óskast í stjórnina. Kosningar í einstök embætti fara svo fram innan nýkjörinnar stjórnar (þ.e. gjaldkeri, ritari, meðstjórnandi og formaður). Allir sem skráðir eru i listfræði og mæta á kosningafund hafa atkvæðisrétt.

Ég set frest til föstudagsins 9. september til þess að senda inn framboð á artima@hi.is. Eftir það verður boðað til kosningafundar. Sendur verður póstur á listfræðinema vegna þessa í næstu viku.

Með góðri haustkveðju
Aðalheiður Dögg, fráfarandi formaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband