Fréttir
22.9.2011 | 16:34
Kæru listfræðinemar,
Ný stjórn *Artímu - nemendafélags Listfræðinema við Háskóla Ísland *hefur
tekið til starfa!
Hér eru nokkur skilaboð frá okkur:
- *Vefsíða Artímu *verður nýtt sem fréttamiðill. Lén hennar er
http://artima.blog.is/blog/artima/
- *Facebook grúppa* verður einnig nýtt og verða allir viðburðir auglýstir
þar líka. Lén grúppunnar er
https://www.facebook.com/groups/50080027722/
- Brátt mun vera boðað til *aðalfundar*. Það verður gert með að minnsta
kosti viku fyrirvara.
- Listfræðinemar ætla að hittast og drekka bjór á *Laugardag*. Þetta verður
staðsett á Glaumbar á Tryggvagötu. Bjórinn verður á 290kr og skot á 290kr.
Stuttur fyrirvari, en um að gera að mæta og drekka bjór og hittast og vera
hress.
- ELSKURNAR. takið svo frá föstudaginn *7. október* því þá verður mega *
NÝNEMAPARTÍ*. staðsetning og tími kemur betur í ljós, þegar nær dregur.
Kær kveðja,
Stjórn Artímu 2011-2012
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.