Gleðilegt nýtt skólaár
6.9.2007 | 20:02
Kæru listfræðinemar.
Við byrjum á því að bjóða Sólveigu Ásu velkomna í stjórn Artímu, sem
fulltrúi nýnema.
Enn eru lausar stöður í ritnefnd - ArtímaRit 2008.
Við erum byrjuð að taka á móti skráningum í félagið. Félagsgjöldin eru
2000 krónur. Við verðum á Barnum, Laugavegi 22, í dag, fimmtudag, frá
kl. 21. Þar verður sameiginlegt bjórkvöld Torfhildar, félag skorarinnar
okkar, og Artímu.
Okkur var einnig boðið á sýningaropnun Eggerts Péturssonar á Listasafni
Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, laugardaginn 8.september. Við ætlum að
hittast í andyri safnsins kl. 16.30.
sjá nánar á www.listasafnreykjavikur.is
Miðvikudagskvöld í vetur verða ArtímuBíó-kvöld. Við ætlum að byrja á
miðvikudaginn eftir viku, 12.september og sýna verk Mayu Deren. Staður
verður tilkynntur síðar.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Artímufélagar
Jóhanna, Karína, Heiða, Heiðar og Sólveig
artima@hi.is
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.