Mary Ellen Mark
10.9.2007 | 13:00
daginn,
Ég sit hér með kaffibollann minn og er að lesa í Fréttablaðinu að Mary
Ellen Mark ætli að taka á móti áhugasömum og leiða þá í gegnum sýninguna
sína klukkan 17.00. Sýningin er á Þjóðminjasafninu.
Fyrir þá sem ekki vita er Mary Ellen Mark eitt af stóru nöfnunum í
ljósmyndasögunni. Með mikilli viðrðingu endurspegla myndir hennar líf
fólks sem einhverra hluta vegna hefur orðið undir í samfélaginu. Sýningin
á Þjóðminjasafninu er tekin á Íslandi af börnum í Öskjuhlíðarskóla.
Eignmaður hennar gerði heimildarmynd um efnið sem einnig var frumsýnd nú
um helgina.
Hér er tengill inn á síðu ljósmyndarans knáa : http://www.maryellenmark.com/
Þetta er einstakt tækifæri. Endilega hliðrið til í dagskránni og komið (ég
veit að ég ætla að klára að fara í bónus fyrir skóla í stað þess að fara á
eftir tíma.)
kveðja
Jóhanna Björk
Artíma
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.