skemmtilegur fyrirlestur


Sæl öll sömul. . .

Mig langaði bara að benda ykkur á fyrirlestur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur (6.hæð Grófarhúss-Borgarbókasafn, Tryggvagötu 15). Ljósmyndagagnrýnandinn A.D. Colman heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni "Fyrsta persóna eintala: Að uppgötva sjálfan mig sem ljósmyndargagnrýnanda" kl: 20 í kvöld (aðgangur ókeypis). Colman hefur haft margt fyrir stafni undanfarin ár og skemmtilegt væri að hlýða á þennan virta listamann og gagnrýnenda.

"Í fyrirlestri sínum mun hann tala um hinu mismunandi fleti sem snúa að þessu viðfangsefni út frá ferli sínum frá árinu 1967 til dagsins í dag. Colman hefur frá árinu 1995 verið útgefandi og framkvæmdarstjóri hins fjölbreytta rafræna tímarits The Nearby Café. Einning kom hann á fót og stjórnar "The Photography Criticism Cyber-Archive" sem er stærsta gagnrýnasafnið á netinu með greinum um ljósmyndun eftir höfunda frá fyrri tímum allt til dagsins í dag."

(Fréttablaðið 2.oktober 2007, bls: 22)

mbk
-artíma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband