Sinfóníu Tónleikar


Sinfóníuhljómsveit Íslands er að fara af stað með nýja tónleikaröð með öðru og léttara yfirbragði en tíðkast
hefur. Tónleikarnir hefjast kl. 21, eru um klukkustund að lengd, en eftir
það tekur við partý í anddyri Háskólabíós þar sem gestum gefst færi á að
spjalla saman, eða ræða við hljómsveitarstjóra og meðlimi
hljómsveitarinnar um tónleikana. DJ Þorbjörn sér um tónlistina.

Tónleikaröðin hefur fengið nafnið Heyrðu mig nú! og verða tvennir
tónleikar undir merkjum hennar núna í vetur. Þeir fyrri eru sem fyrr segir
á föstudagskvöldið en þá verða tvö mögnuð verk flutt, Vorblót eftir Igor
Stravinskíj og Geysir eftir Jón Leifs.

Ef stemning myndast datt mér í hug að bjóða ykkur heim til mín eftir tónleikana og við höfum það gott saman.

Miðaverðið er aðeins 1.000 kr. Miðasalan er á sinfonia.is og midi.is og í
síma 545 2500.

Endilega sendið mér póst á jbs3@hi.is ef þið kaupið ykkur miða svo við getum skipulagt smá partý ;)

sinfóníu-kveðja
Jóhanna Björk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

búin að fjárfesta í miða... kem ásamt ást manni mínum :D

karina hanney (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband