Sýningar helgarinnar


laugard. 24 nóv. í Gallerí Dverg kl: 18, opna fjórir ungir listamenn sýningu (tveir þeirra eru á 3 ári í LHÍ veit ég)
Hópinn mynda Frímann Kjerúlf, Gunnar Theodór Eggertsson, Helga Björg
Gylfadóttir og Rakel Jónsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem þau vinna sem
ein heild og afraksturinn er innsetning þar sem blandað er saman hljóð- og
myndbandsverkum.

og

á sunnud. 25 nóv. kl. 14 er leiðsögn um ný opnaða sýningu Hafnarborgar Portrett nú! gott tækifæri til að fá ókeypis leiðsögn um þessa ágæta sýningu. Á Portrett Nu sýningunni var öllum Norðurlöndunum boðin þátttaka og tekið fram að öll birtingarform portrettlistarinnar væru jafnrétthá. Þannig myndi meiri vídd bætast við hina þjóðlegu portrettlist, hið norræna yfirbragð myndi gera breiddina í verkunum meiri og varpa ljósi á hvað er líkt og hvað ólíkt í listrænu umhverfi landanna.

ágætt er að líta uppúr bókunum og dreifa huganum það gerir stundum gæfumuninn!

mbk

-artíma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband