Bjórkvöld og sýningaropnun
7.1.2008 | 16:01
Sæl og gleðilegt ár,
Við vonum að allir hafi haft það gott um jólin og áramótin og séu tilbúin í gleðina sem er framundan á árinu.
Á Listasafni Reykjavíkur á fimmtudaginn kemur klukkan 17.00 er opnun á sýningu Steingríms Eyfjörð, Lóan er komin. Þetta er sýningin sem var sett upp á Feneyjar Tvíæringnum í sumar. Vegna þeirrar nýbreitni safnsins að hafa opið lengur á fimmtudgöum ætlum við að hittast í Hafnarhúsinu, klukkan 20.00, kíkja á sýninguna og spjalla.
Við vonumst til að sjá sem flesta! List á heimsmælikvarða. Frábær félagsskapur, bjór og vín, kaffi og spjall er það sem að við leitumst eftir.
Ég minni ykkur á dagatal Artímu á netinu sem er uppfært reglulega með öllum helstu viðbuðum.
Munum : Artíma er ekkert án ykkar!
mbk
-artíma
Flokkur: Menning og listir | Breytt 8.1.2008 kl. 17:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.