Davíð Örn í Gallerý Ágúst -
11.1.2008 | 01:32
Fréttatilkynning
Davíð Örn Halldórsson opnar einkasýningu sína absalút gamall kastale
í Galleríi Ágústi laugardaginn 12. janúar kl. 16.
Gallerí Ágúst fagnar nýju ári með ævintýralegri málverkasýningu Davíðs Arnar Halldórssonar. Davíð Örn er þekktur fyrir að nota djarfa liti og óhefðbundin efni í verk sín svo sem bílalakk, olíupastel og úðabrúsalakk til þess að ná fram sterkum frásagnaráhrifum. Hann málar gjarnan á fundið efni, oftast viðarplötur en einnig vinnur hann beint á veggi og vinnur m.a. stóra veggmynd beint á veggi gallerísins á þessari sýningu.
Á síðasta ári gerði Davíð Örn Halldórsson víðreist. Hann var í hópi íslenskra listmálara sem voru valdir til að sýna á HangArt-7 sýningunni í Salzburg í haust þar sem verk hans vöktu mikla athygli. Hann sýndi einnig í New York og Reykjavík en í Moskvu var sett upp geysistórt veggverk eftir málverki hans á Rozamira listahátíðinni í Rússlandi.
Sýningin absalút gamall kastale opnar 12. janúar n.k. kl. 16 og stendur til 23. febrúar. Gallerí Ágúst er opið miðvikudaga til laugardaga 12-17 og eftir samkomulagi.
Allar nánari upplýsingar eru veittar með ánægju í síma 578 2100 eða 869 2013.
Virðingarfyllst,
Sigrún Sandra Ólafsdóttir
Gallerí Ágúst
Baldursgötu 12
101 Reykjavík
578 2100 / 869 2013
art@galleriagust.is
www.galleriagust.is
Mið-laug 12-17 og eftir samkomulagi.
Wed-Sat 12-17 and by appointment.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.