Samdrykkja Artímu og Soffíu

Artíma og Soffía, félag heimspekinema, ætla að halda Samdrykkju á föstudaginn (15.febrúar) kemur kl. 20:00 í kjallarnaum á Celtic Cross við Hverfisgötu. 

Kvöldið hefst með erindi Henry Alexander Henryssonar, heimspekings og listunnanda, „Hvað er list?“ en svo mun samræðan halda áfram fram eftir kvöldi. Einn úr hvorri grein mun leiða umræður ef til þarf. Kennurum hefur einnig verð boðið að mæta en annars er þetta mikið undir ykkur komið. Það verða tilboð á barnum fyrir félagsmenn Artímu og Soffíu gegn framvísun félagskírteina. 

Heimspekin er öflug þegar kemur að félagsstarfi og samræðum og mæting góð og því langar mig að hvetja ykkur öll til að koma og fjölmenna fyrir hönd listfræðinnar, svo talsmenn listarinnar hafi háværa rödd í umræðunni. 

Við hlökkum til að sjá ykkur. 
Artíma 


P.S. Ef þið viljið fá nánari skýringar eða langar að lesa ykkur til til að vita meira er velkomið að hafa samband. Við svörum með glöðu. artima@hi.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

og Torfhildur!! :)

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 12.2.2008 kl. 23:33

2 identicon

já, og torfhildur :D

allir saman og mikil gleði. Þetta á eftir að vera málefnalegt!

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 11:55

3 identicon

Öll dýrin í Hugvísindadeild eiga að vera vinir. Þangað til við spyrjum hvort annað "hvað er list?"

guðrún (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 21:36

4 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

eigum við eki bara að forðast þá spurningu? ;)
Blár ópal Guðrún! Blár ópal er list

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 15.2.2008 kl. 15:46

5 identicon

nei við forðumst ekki spurningu kvöldsins þá er lítill tilgangur með þessari samdrykkju ;) ég mæti hress og kát og legg mitt af mörkum :D

karina hanney (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband