Framlengur frestur greina - 11.apríl nk.

Ritnefnd ArtímaRits hefur ákveðið að framlengja skilafrest greina í annað tölublað ritsins til

 

11.apríl nk.

 

Það er því ekki um seinan að setjast við skriftir og senda okkur grein.

 

Rétt er að leggja áherslu á að ArtímaRit er á allra vörum, eins og kom fram í ávarpi í gær. Fjallað hefur verið um það í stærstu dagblöðum landsins og ritið vakti athygli greinahöfunda Tímairt Máls og Menningar. Í 150 manna veislum kanónu-listaspýra á Akureyri barst Artímarit í tal.

Þess vegna má ekki láta þetta tækifæri fram hjá sér fara ef markið er sett á fræðimennsku af einhverju tagi. Ekki óttast umtalið. ArtímaRit er fyrst og fremst vettvangur fyrir nemendur til að koma hugmyndum sínum á framfæri.Við höfum heyrt nemendur kvíða birtingu greina sinna í "alvöru" tímariti, að greinar okkar séu ekki nægilega góðar. Við hlustum ekki á slíkt. Ef þið eruð ánægð með einhverja grein þá er hún ekkert verri en einhver önnur. Einhversstaðar þarf líka að byrja. Artímarit er kjörinn stökkpallur... yfir í stærri og opnari miðla, eins og t.d. Sjónauka ;)

 Svo, Íslandstengt efni um myndlist af hverju tagi sem vera má óskast hér með.

Ég endurtek að skilafrestur er 11.apríl nk.

 

f.h. ritnefndar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn. Við í bókasafni Kennaraháskóla Íslands höfum áhuga á að taka upp áskrift að tímaritinu. Hvert á ég að snúa mér til þess? Vinsamlegast sendið svar á netfangið totla@khi.is . Kveðja ÞSS

Þórhildur S. Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband