Artímarit
26.5.2008 | 17:20
Kæru vinir, samnemendur, kennarar og aðrir velunnarar Artímarits.
Það er komið að stóru stundinni. Artímarit kemur út nk. föstudag.
Af því tilefni bjóðum við ykkur til útgáfuteitis.
Teitið fer fram í Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12, og hefst kl. 20.00.
Þar verða fyrstu eintökin tekin upp úr kössum og skálað.
Okkur væri sannur heiður ef þið mynduð koma og gleðjast með okkur.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest
f.h. Artímarits
Heiðar Kári, ritstjóri
Jóhanna Björk, (fyrrverandi) formaður og ritstjóri
Bergrún Íris
Elfur Hildisif
Nanna
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég verð sennilegast stödd á Eskifirði á föstudaginn og gæti því varla verið lengra í burtu. Engu að síður verð ég með ykkur í anda... hlakka til að sjá ritið.
Kveðja, Hulda Rós
Hulda Rós Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 21:09
Til hamingju! Ég mæti..
Heiða (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.