Sumarkveðja frá Artímariti
22.6.2008 | 22:36
Mikið er fallegt þetta sumar... og það verður betra þegar þið sjáið
ARTÍMARIT.
Það kom út 30.maí en einhverra hluta vegna fengu fáir skilaboð um hana. Þess
vegna höfum við ákveðið að hafa blöðin á Háskólatorgi, Gimli reyndar,
skrifstofu Hugvísindasviðs.
Svo þegar lengra er liðið á sumarið ætlum við að halda "útgáfuteiti taka
tvö".
En við skuluð bíða með að ákveða það því allir eru jú klikkaðir í sumarfríi.
og... Artímarit var til umræðu í þættinum Víðsjá á Rás 1 í gær, föstudag.
hér er linkur á viðtalið sem tekið var við Hildisif.
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4386995
(Artímaritskaflinn er fyrir miðju)
Við megum vera stolt.
En allavega
Artímarit í boði á Gimli
Gleðilega lesningu og gleðilegt sumar
takk fyrir veturinn
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Var að fá Artimarit í hendurnar, virkilega flott og skemmtilegt rit..til hamingju með þetta allir saman :-)
Hulda Rós (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 12:48
Glæsilegt!
Þið megið vera stolt af þessu tímariti ykkar því það er virkilega flott. Ég er ánægð að fá að vera með :)
Gleðilegt, gleðilegt sumar.
Ragga (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.