Nýnemagleði
3.9.2008 | 19:31
Kæru listfræðinemar
Þá er komið að því að hrissta hópinn saman.
Artíma ætlar að halda nýnemagleði núna á föstudaginn 5.september. Þó við köllum þetta nýnemagleði, þá eru allir nemar listfræðinnar auðvitað meira en velkomnir.
Við ætlum að hittast á Café Cultura (Hverfisgötu 18) klukkan 20:00 og skemmta okkur konunglega saman. Svo er auðvitað Nýnemaballið síðar um kvöldið, þannig að þeir sem ætla á það skella sér þangað og hinir halda áfram að skemmta sér í bænum.
Við viljum sjá sem flesta mæta og þó þú getir ekki verið allt kvöldið, endilega kíkja samt.
Þetta er gullið tækifæri til að kynnast listfræðinemum betur.
Við ætlum einnig að selja félagsskírteini á staðnum, það kostar aðeins 2500 kr. inn í félagið, ef þið ætlið að verða meðlimir verið með pening tilbúinn.
Miðasala á ballið er á Háskólatorgi á morgun, fimmtudag frá kl.
14:00-19:00 og á föstudag á Háskólatorgi frá kl. 13:00-16:00.
Þannig að þeir sem hafa áhuga á að hitta fjöldan allan af háskólanemum á balli með Sálinni kaupa miða, miðinn kostar 1900 kr.
Hér er netsíða ef þið viljið lesa meira um ballið http://www.amevents.is/nynemaball/
Vonumst til að sjá sem ykkur sem flest.
Kveðja,
Stjórn Artímu
Flokkur: Menning og listir | Breytt 4.9.2008 kl. 11:16 | Facebook
Athugasemdir
Góða skemmtun. Ég verð með ykkur í anda kæru vinir. Kveðjur frá Glasgow.
(ps. ég vafraði inn á ljósmyndasýningu Herry Bresson í gær. Hann er víst frá Glasgow. Og það er Tracy Emin sýning í Edinborg... ég kíki á hana líka við tækifæri.)
Jóhanna Björk (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.