Bóel Bjartmarsdóttir

Þá er fyrsta vísindaferð vetrarins lokið og tókst hún bara nokkuð vel! Það var fámennt en góðmennt, og held ég að ekki ein manneskja hafi ekki skemmt sér í nokkuð áhugaveðri ferð um Prentmet. Eftir það héldum við á Ölstofuna þar sem nokkrir bjórar voru drukknir, og nokkur vatnsglös.

En nú er októberfest næst á dagskrá og erum við að reyna að redda einhverju fyrir það. Það verður auglýst síðar.

Svo er vísindaferð í Landsvirkjun þann 17. október, en þangað förum við í fylgd með fornleifafræðinni og fleiri deildum. Við erum ekki komin með sætafjölda, svo þetta verður líka auglýst síðar.

Í burðarliðnum er þó margt fleira en vísindaferðir, við ætlum m.a. að hafa karokí kvöld, fara á einhverjar sýningar, og plötupartý er líka á dagskránni. Svo erum við alltaf opin fyrir hugmyndum, og verið ófeimin að koma á framfæri við okkur því sem ykkur langar að gera.

nerd
 

Þangað til næst,
Artíma!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit Artíma ekki af Sequences?? (sequences.is)

... (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 15:47

2 identicon

....hvernig væri að halda málþing? um myndlist, listheimspeki ect. í samstafi við einhverja deldina...heimspekina t.d og fá einhverja frábæra menningarvita til þess að hjálpa til....hvurnig væri það?

Guðrún (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband