Aðventukvöld
18.11.2008 | 12:03
Næsta föstudag, 21. nóvember, ætlar Artíma með Mími (félag íslenskunema) og Torfhildi (félag bókmenntanema) að halda upplestrakvöld í tengslum við jólabókaflóðið. Þrír höfundar munu lesa upp úr nýjum verkum sínum, þau Ármann Jakobsson, Auður Jónsdóttir og Hallgrímur Helgason en auk þeirra munu tvö innanhússkáld lesa upp, nemendur úr íslensku og bókmenntafræði. Upplesturinn fer fram í stofu 201 í Árnagarði og hefst kl. 20:00. Eftir upplesturinn verður boðið upp á heitt kakó, kaffi, piparkökur, rautt og hvítt osfrv. Öllum er velkomið að koma með vini og maka með sér og vonandi mun skapast skemmtileg jóla- og bókastemmning.
Kveðja, Artíma
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.