Októberfest!

Jæja þá er Októberfest að skella á.
Ég biðst innilega afsökunar á stuttum fyrirvara á þessu öllu saman en að sjálfsögðu mun Artíma í samstarfi við Fróða standa fyrir fyrirpartýi áður en haldið verður á festið sjálft á föstudaginn.

Planið er svohljóðandi:
- 17:30 Heimapartý - Ægissíða 94
- Farið verður í ýmsa upphitunarleiki fyrir Októberfest, s.s. Bjórsmökkunarkeppni, bjórdrykkjukeppni, bjórpakkaleik ofl. svo ekki sé minnst á hina sívinsælu keppnir frá því í fyrra; Mottukeppni og Búningakeppni (vona að sem flestir komi í sem þýskustu búningunum) Fróði mun standa fyrir veglegum vinningum:)
-20:00 -ish Verður farið í tjöldin í Háskólanum, bið alla um að vera búna að kaupa sér miða þar sem að hver veit hve löng röðin verður á föstudaginn og veðrið verður ekki gott. Það er einnig alltaf möguleika að það verði orðið uppselt.

Artíma mun skaffa eitthvað áfengi en bið ykkur þyrstustu að koma með ykkar eigið.

MIÐASALA Á OKTÓBERFEST VERÐUR Í ÁRNAGARÐI FIMMTUDAG KLUKKAN 12:00-13:30.

Hlakka til að sjá ykkur á morgun að kaupa miða:) og sjáumst sem þýskust á föstudaginn klukkan 17:30.

Með bjórkveðju
Artíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband