Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Nýjir viðburðir. . .
28.10.2007 | 12:40
það er búið að skrá fullt af nýjum komandi viðburðum inná dagatalið, svo að endilega kikjið á þetta og endilega kommentið ef það vefst ietthvað fyrir ykkur eða þið hafið einhverjar spurningar.
mbk
-artíma
Heimsókn í Viðey (?)
12.10.2007 | 15:27
það hefur ekki farið framhjá neinum að verk yoko ono er búið að koma fyrir útí viðey. okkur datt í hug að reyna að fara saman og skoða þetta verk með eigin augum. þessvegna fer núna í gang smá áhuga-könnun um þessa ferð. ef áhuginn er mikill þá förum við ef ekki þá bíður það bara betri tíma.
setjiði bara inn skoðun ykkar í athugasemdum
mbk
-artíma
p.s. þetta gæti orðið voða skemmtilegt ;)
Listfræði - og myndlistarnemar
9.10.2007 | 17:16
staður og stund : Listasafn Íslands, fimmtudagur 11.okt. kl. 16.00
---
Fyrir ykkur sem þekkja til Halldórs Björns eru hér komin gleðitíðindi
mikil. Fyrir þau sem ekki þekkja hann eru þetta ekki minni gleðitíðndi.
Myndlistarnemendur LHÍ og Listfræðinemar HÍ ætla að sameina krafta sína og
gleði og halda sameiginlegt EARLY BjÓRKVÖLD og LISTASÝNINGARFERÐ á
fimmtudaginn kemur, 11.október.
Við fengum ástkæran Halldór Björn, safnstjóra Listasafns Íslands, til að
ganga með okkur í gegnum sýninguna góðu ÓNÁTTÚRA, sýning sem er að mínu
mati er ein af betri sýningum sem safnið hefur sett upp.
Við ætlum að mæta rétt fyrir 4 í andyrinu og Halldór Björn byrjar um kl. 4.
Eftir röltið ætlum við að fá okkur bjór á Ölstofunni og halda áfram að
skemmta okkur frameftir degi.
Nú er tækifærið til að kynnast listaháskólanemum almennilega. Komum og
skemmtum okkar saman.
www.listasafn.is
Útgáfa ArtímaRits
7.10.2007 | 00:26
Það var engu líkara en að jólin hefðu verið þegar ArtímaRit kom út föstudaginn 5.október. Gleðin var slík og þvílík í hjörtum okkar.
Ég vil óska ykkur öllum til hamingju með blaðið.
Hér eru komnar myndir frá kvöldinu.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samkunda vegna útgáfu ArtímaRits !!!
3.10.2007 | 16:27
Kæru nemendur og kennarar!
Vegna útgáfu fyrsta tölublaðs ArtímaRits er ykkur boðið að gleðjast með okkur í Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12 (á móti veitingahúsinu Þrír frakkar), á milli klukkan 20 og 22.
Eftir klukkan 22 veður síðan haldið á eina af bestu knæpum bæjarins.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir okkur að koma saman.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest,
Ritstórn ArtímaRits.
Menning og listir | Breytt 4.10.2007 kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
skemmtilegur fyrirlestur
3.10.2007 | 11:20
Sæl öll sömul. . .
Mig langaði bara að benda ykkur á fyrirlestur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur (6.hæð Grófarhúss-Borgarbókasafn, Tryggvagötu 15). Ljósmyndagagnrýnandinn A.D. Colman heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni "Fyrsta persóna eintala: Að uppgötva sjálfan mig sem ljósmyndargagnrýnanda" kl: 20 í kvöld (aðgangur ókeypis). Colman hefur haft margt fyrir stafni undanfarin ár og skemmtilegt væri að hlýða á þennan virta listamann og gagnrýnenda.
"Í fyrirlestri sínum mun hann tala um hinu mismunandi fleti sem snúa að þessu viðfangsefni út frá ferli sínum frá árinu 1967 til dagsins í dag. Colman hefur frá árinu 1995 verið útgefandi og framkvæmdarstjóri hins fjölbreytta rafræna tímarits The Nearby Café. Einning kom hann á fót og stjórnar "The Photography Criticism Cyber-Archive" sem er stærsta gagnrýnasafnið á netinu með greinum um ljósmyndun eftir höfunda frá fyrri tímum allt til dagsins í dag."
(Fréttablaðið 2.oktober 2007, bls: 22)
mbk
-artíma