Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Sýningar helgarinnar


laugard. 24 nóv. í Gallerí Dverg kl: 18, opna fjórir ungir listamenn sýningu (tveir þeirra eru á 3 ári í LHÍ veit ég)
Hópinn mynda Frímann Kjerúlf, Gunnar Theodór Eggertsson, Helga Björg
Gylfadóttir og Rakel Jónsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem þau vinna sem
ein heild og afraksturinn er innsetning þar sem blandað er saman hljóð- og
myndbandsverkum.

og

á sunnud. 25 nóv. kl. 14 er leiðsögn um ný opnaða sýningu Hafnarborgar Portrett nú! gott tækifæri til að fá ókeypis leiðsögn um þessa ágæta sýningu. Á Portrett Nu sýningunni var öllum Norðurlöndunum boðin þátttaka og tekið fram að öll birtingarform portrettlistarinnar væru jafnrétthá. Þannig myndi meiri vídd bætast við hina þjóðlegu portrettlist, hið norræna yfirbragð myndi gera breiddina í verkunum meiri og varpa ljósi á hvað er líkt og hvað ólíkt í listrænu umhverfi landanna.

ágætt er að líta uppúr bókunum og dreifa huganum það gerir stundum gæfumuninn!

mbk

-artíma


Viðey

Við fórum í Viðey 15.nóvember sl.

Við vorum öll ofsalega hrifin.
Fyrir þið hin sem ekki komust með okkur þá mælum við með þessu.

Það eru líka komnar myndir.


vetrarsigling útí viðey!

sæl öll sömul,

við höfum ákveðið að láta verða að því að fara útí Viðey til að skoða með eigin augum friðarsúlu yoko ono, við gerum ráð fyrir að þeir sem að skráðu sig í áðurnefndri könnun munu mæta :)

ferðin er 15 nóv. ferjan fer kl: 20 og gott væri að við myndum hittast rétt fyrir 20 (niðrá sundahöfn) svo að enginn verið eftir eða gleymist. ferðin kostar 1000 kr á mann, því miður gátum við ekki fengið meiri lækkun enda er þetta lítill en góður hópur. Þetta verð inniheldur báðar ferðir með viðeyjarferju, leiðsögn og heitan drykk á einhverjum tímapunkti í ferðinni. Áætluð ferð til baka er kl:21. við mælum með að klæða ykkur vel, enda er farið að kólna ansi mikið undanfarið brrrr.... munið líka að hafa með ykkur pening 1000 kr til reiðu búinn!

ég vill biðja ykkur um að ská ykkur aftur (bara hérna fyrir neðan í athugasemdum) og þeir sem tóku ekki þátt í könnuninni en vilja koma með endilega skráið ykkur!

annars hlökkum við mikið til að hitta ykkur og fara í báta ferð gugggaguuugaguugggg. . .

mbk
-artíma


Sinfóníu Tónleikar


Sinfóníuhljómsveit Íslands er að fara af stað með nýja tónleikaröð með öðru og léttara yfirbragði en tíðkast
hefur. Tónleikarnir hefjast kl. 21, eru um klukkustund að lengd, en eftir
það tekur við partý í anddyri Háskólabíós þar sem gestum gefst færi á að
spjalla saman, eða ræða við hljómsveitarstjóra og meðlimi
hljómsveitarinnar um tónleikana. DJ Þorbjörn sér um tónlistina.

Tónleikaröðin hefur fengið nafnið Heyrðu mig nú! og verða tvennir
tónleikar undir merkjum hennar núna í vetur. Þeir fyrri eru sem fyrr segir
á föstudagskvöldið en þá verða tvö mögnuð verk flutt, Vorblót eftir Igor
Stravinskíj og Geysir eftir Jón Leifs.

Ef stemning myndast datt mér í hug að bjóða ykkur heim til mín eftir tónleikana og við höfum það gott saman.

Miðaverðið er aðeins 1.000 kr. Miðasalan er á sinfonia.is og midi.is og í
síma 545 2500.

Endilega sendið mér póst á jbs3@hi.is ef þið kaupið ykkur miða svo við getum skipulagt smá partý ;)

sinfóníu-kveðja
Jóhanna Björk


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband