Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Þriðja Vídjókvöldið!

miðvikudagskvöldið 28.febrúar kl 20.00 í stofu O-101 :  Fischli & Weiss og
The-Saatchi-Gallery-100

Á þessu bíókvöldi í boði Artímu verður sýnd hin
stórskemmtilega "The Way Things Go" eftir þá félaga Peter Fischli og David
Weiss. Þetta er upptaka frá 1987 af gjörningi þeirra sem er æsispennandi -
í alvöru!!! - efnafræðileg keðjuverkun. Lesið nánar um þetta og skoðið
trailer af verkinu á eftirfarandi vefslóð:
http://www.tcfilm.ch/lauf_txt_e.htm

Svo ætlum við að sjá myndina The-Saatchi-Gallery-100.
 

Safnanótt

Artíma fór á safnarölt á safnanótt.
Farið var á Listasafn ASÍ, Hafnarhúsið, Kjarvalsstaði og í vínsmökkun. Í lok kvölds voru stigin nokkur skref. Kompasisjónir voru teknar á ljósmyndavél í tilefni kvöldsins og hafa þær myndir ratað á veraldarvefinn.

Við viljum mæla með sýningunum sem þarna voru. Þarna voru vandaðar sýningar sem við meigum ekki láta fram hjá okkur fara.

Við þökkum ykkur fyrir frábært kvöld.


Ný síða Artímu

Vegna takmarka blogspot kerfisins höfum við flutt okkur um set. Hér verður fljótt sett upp kerfi til umræðu, myndir hafa ratað inn og fleira í þeim dúr.

Við vonumst til þess að virkja samnemendur okkar í almennri orðræðu um list og umræðu um nám og skóla.

látið í ykkur heyra á öldum ljósvakans, tækifærin gerast ekki betri


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband