Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

BHHÚÚ!!!!!! Það er Halloween á föstudaginn

Elsku listfræðinemar á föstudaginn 31.október er Halloween Artíma ætlar að halda upp á þennan merka dag og halda HALLOWEEN-PARTY.

Partýið verður haldir heima hjá Snorra Frey, hann býr á Holtsgötu 13, 101 rvk. 

Mæting stundvíslega klukkan 21:00.

Endilega finnið einhvern "SCARY" búning, því við veitum verðlaun fyrir besta búninginn!

Það verður boðið upp á eitthvað af veitingum, en ef þið erum mjög þyrst komið með eigin drykki

Hlökkum til að sjá ykkur, ef þið þorið að mæta!

Kv. Artíma

p.s. Ef þú ert eitthvað í veseni þá er síminn hjá Snorra Freyr 8664491, hringdu ef þú hefur einhverjar spurningar.


Myndir úr vísindaferð í Landsvirkjun

Hæ endilega kíkið á þessar stórsniðugu myndir sem ég henti hér inn af vísindaferðinni sem var í kvöld í Landsvirkjun en það var rosa gaman að kíkja með fornleifafræðinni og fá samlokusnittudótarí og fræðslu um Landsvirkjun og listaverkin þar.

Njótið vel og góða helgi skötur!


SKRÁNING Í VÍSINDAFERÐ

Þá er skráningin hafin í vísindaferðina!

það eru 15 manns sem komast með...

mæting er á föstudaginn kl 17, á Háaleitisbraut 68, 103 Rvk hjá Austurveri

 Svo minni ég á að þeir sem eru ekki félagsmenn artímu borga aukalega 500 kr.

 

 


Vísó númeró tvö

Já lömbin góð! Það er komið að annarri vísindaferð vetrarins!

Í þetta skipti höldum við í Landsvirkjun í félagi við fornleifafræðinema og förum við á föstudaginn. Aðeins eru fimmtán sæti í boði og hefst skráning á morgun KLUKKAN TÓLF STUNDVÍSLEGA!

kind

Artímu partý og Sequensis

Næstkomandi laugardag, þann 11. Október gengur annað listfræði-partý þessarar annar í garð.
Planið er að hittast heima hjá Maggý kl:18:30 og borða léttan partý mat. Rétt fyrir ellefu förum við svo öll saman í opnunarpartý Sequensis og höldum fjörinu áfram.

Þeir sem að ætla að mæta verða að skrá sig og borga 700 krónur inn á reikning, í síðasta lagi fyrir klukkan 12:00 á föstudaginn, svo að það verði nægur tími til að plana matinn, (hver og einn kemur með sín eigin drykkjarföng).

☺ Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest ☺

Hvar? Flókagötu 58 (Margrét og Leifur á bjöllu)
Hvenær? Laugardaginn 11. Október klukkan 18:30
Hverjir? Nemendur í listfræði
Skráning? Lagt er inn á reikning : 114 26 41184 kt: 041184- 2809
(Skrifið nafnið ykkar í athugasemdir)


Bóel Bjartmarsdóttir

Þá er fyrsta vísindaferð vetrarins lokið og tókst hún bara nokkuð vel! Það var fámennt en góðmennt, og held ég að ekki ein manneskja hafi ekki skemmt sér í nokkuð áhugaveðri ferð um Prentmet. Eftir það héldum við á Ölstofuna þar sem nokkrir bjórar voru drukknir, og nokkur vatnsglös.

En nú er októberfest næst á dagskrá og erum við að reyna að redda einhverju fyrir það. Það verður auglýst síðar.

Svo er vísindaferð í Landsvirkjun þann 17. október, en þangað förum við í fylgd með fornleifafræðinni og fleiri deildum. Við erum ekki komin með sætafjölda, svo þetta verður líka auglýst síðar.

Í burðarliðnum er þó margt fleira en vísindaferðir, við ætlum m.a. að hafa karokí kvöld, fara á einhverjar sýningar, og plötupartý er líka á dagskránni. Svo erum við alltaf opin fyrir hugmyndum, og verið ófeimin að koma á framfæri við okkur því sem ykkur langar að gera.

nerd
 

Þangað til næst,
Artíma!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband