Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Aðventukvöld

DSC00382

 

Næsta föstudag, 21. nóvember, ætlar Artíma með Mími (félag íslenskunema) og Torfhildi (félag bókmenntanema) að halda upplestrakvöld í tengslum við jólabókaflóðið. Þrír höfundar munu lesa upp úr nýjum verkum sínum, þau Ármann Jakobsson, Auður Jónsdóttir og Hallgrímur Helgason en auk þeirra munu tvö innanhússkáld lesa upp, nemendur úr íslensku og bókmenntafræði. Upplesturinn fer fram í stofu 201 í Árnagarði og hefst kl. 20:00. Eftir upplesturinn verður boðið upp á heitt kakó, kaffi, piparkökur, rautt og hvítt osfrv. Öllum er velkomið að koma með vini og maka með sér og vonandi mun skapast skemmtileg jóla- og bókastemmning.

Kveðja, Artíma


Gallerí Ágúst!

Jæja, þá er það næsti atburður á vegum Artímu. Núna er okkur boðið í Gallerí Ágúst næstkomandi fimmtudag. Þar ætlar hún Sigrún Sandra að fræða okkur um galleríið, og svo tekur listakonan Guðrún Kristjánsdóttir við en núna er sýning á verkum hennar í galleríinu. Hvítvín og bjór í boði fyrir þá sem eru þyrstir.

Gallerí Ágúst er staðsett á Baldursgötu tólf, og allir að vera mættir þangað stundvíslega klukkan átta. Einsog áður eru aðeins fimmtán sæti í boði, svo fyrstir koma fyrstir fá!

 


Leikhúsferð

Listfræðinemar Á fimmtudaginn er okkur boðið að koma á forsýningu á Vestrið eina sem sýnt er í Borgarleikhúsinu.

Það er mæting klukkan 18:45 í andyri Borgarleikhúsins, þar sem við fáum túr um leikhúsið og fáum að hitta leikstjóra sýningarinnar áður en sýningin hefst. Sýningin byrjar svo klukkan 20:00.

Það eru 15 miðar í boði, svo þið verðið að skrá ykkur í athugasemdir ef þið ætlið með.

Ef þið viljð kynna ykkur sýninguna betur þá getið þið gert það hér : http://www.borgarleikhusid.is/leiksyningar/nyja-svid/nr/25/eventID/4126

Kv. Artíma


Myndir

Góðan dag og gleðilegan mánudag!

Ég var að setja inn myndir frá hrekkjavökunni.. þær eru soldið litlar því það vantaði myndapláss..

Endilega skildu eftir athugasemd - því það er svo gaman

p.s. pirrar það engann nema mig þegar kennarar sletta mikið í tímum??

Sjáumst skötur!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband