Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Árshátíð
22.2.2008 | 18:28
Kæru elskur,
Artima heldur ÁRSHÁTÍÐ 28.mars.
Takið daginn frá fyrir góða kvöldstund.
Nánari upplýsingar berast fljótlega en gaman væri að fá viðbrögt við mætingu og áhugasamir komið með tillögur að skemmtiatriðum og fleiru.
hátíðarkveðjur
Artíma
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Artímu-Bíó - ath. ný mynd
18.2.2008 | 17:03
Næsta Artímu-bíó verður með nýstárlegu sniði. Við ætlum að hafa það enn notalegra en áður því við verðum í sófanum heima.
sem sé :
Á miðvikudaginn kemur, 20.febrúar, kl. 20.30 ætlum við að hittast heima hjá Sóleigu Ásu (á Eggertsgötu 32 íbúð 302) . Við poppum og kaupum kók handa ykkur , nokkuð sem ekki er leyfilegt í stofunum í Háskólanum.
Við ætlum að horfa á : Solation Service, eftir Eija-Liisa Ahtila
Falleg og ljóðræn myndlist í videoformi. Þau ykkar sem voruð í námskeiðinu Kvikmyndlist hjá Hlyn í fyrravetur (jafnvel líka núna) ættuð að kannast við þetta. Verkin hennar eru t.d. stundum sett upp á tveimur skjáum (undarlegt í ft þetta orð)
Hlökkum til að sjá ykkur,
Artíma
Menning og listir | Breytt 20.2.2008 kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samdrykkja Artímu og Soffíu
11.2.2008 | 19:10
Artíma og Soffía, félag heimspekinema, ætla að halda Samdrykkju á föstudaginn (15.febrúar) kemur kl. 20:00 í kjallarnaum á Celtic Cross við Hverfisgötu.
Kvöldið hefst með erindi Henry Alexander Henryssonar, heimspekings og listunnanda, Hvað er list? en svo mun samræðan halda áfram fram eftir kvöldi. Einn úr hvorri grein mun leiða umræður ef til þarf. Kennurum hefur einnig verð boðið að mæta en annars er þetta mikið undir ykkur komið. Það verða tilboð á barnum fyrir félagsmenn Artímu og Soffíu gegn framvísun félagskírteina.
Heimspekin er öflug þegar kemur að félagsstarfi og samræðum og mæting góð og því langar mig að hvetja ykkur öll til að koma og fjölmenna fyrir hönd listfræðinnar, svo talsmenn listarinnar hafi háværa rödd í umræðunni.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Artíma
P.S. Ef þið viljið fá nánari skýringar eða langar að lesa ykkur til til að vita meira er velkomið að hafa samband. Við svörum með glöðu. artima@hi.is
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
SAFNANÓTT Á FÖSTUDAGINN -
6.2.2008 | 20:42
Safnanótt er á föstudaginn en er hluti af Vetrarnótt sem hefst á morgun.
Safnanótt er frábær skemmtun og nauðsynleg áhugafólki um myndlist og Artíma ætlar að vera þar fremst í flokki.
Fyrir þá sem vilja hefst gleðin klukkan 17.00 því Soffía - Félag heimspekinema bauð okkur með í vísindaferð í Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Þar mun starfsemi fyrirtækisins vera kynnt og okkur boðið að smakka á framleiðsluvörum þeirra. Mæting er klukkan 17:00 stundvíslega að heimkynnum þeirra, Grjóthálsi 7-11 (110 Reykjavík). Eftir vísindaferðina mun rúta sækja okkur og keyra okkur á óákveðinn áfangastað (Miðbæinn, þau fara í partý eða fara á Celtic).
skráning í ferðina er via email : ARTIMA@HI.IS
Við í Artímu viljum þó ólm fá ykkur með okkur að því loknu þó að heimspekinemar séu ótrúlega skemmtilegir líka.
Við ætlum að byrja á því að fara á Listasafn Íslands kl. 20.15 því þar hefur HBR veitt okkur þann heiður að halda kynningu á blaðaútgáfunni okkar, ArtímaRiti, ásamt Sjónauka-stúlkunum Önnu Júlíu og Karlottu. Þar á eftir er erindi Benedikt Hjartarson - Um átakapunkta í íslenskri nútímalist á 3. og 4. áratugnum - Hversu íslensk er íslensk menning? Um flöt og fleyguð rými í íslenskri fagurfræðiumræðu 3. og 4. áratugarins (TOPPIÐI TITILINN).
Svö örkum við sem leið liggur upp Laugarveginn kíkja á söfnin og Gallerýin sem verða opin til EITT ! Endilega komið og hittið á okkur og verið samferða, þetta er svo skemmtilegt og tilvalið kvöld til að hittast. Kynnið ykkur allar dagskrár og komið með tillögur um hvert væri gaman að líta inn. Þegar við erum orðin Köld og svöng förum við til Heiðars á Lindargötunni (ef heilsa hans leyfir) og fáum okkur pylsu og Slots bjór.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Artíma
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)