Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Artímarit
26.5.2008 | 17:20
Kæru vinir, samnemendur, kennarar og aðrir velunnarar Artímarits.
Það er komið að stóru stundinni. Artímarit kemur út nk. föstudag.
Af því tilefni bjóðum við ykkur til útgáfuteitis.
Teitið fer fram í Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12, og hefst kl. 20.00.
Þar verða fyrstu eintökin tekin upp úr kössum og skálað.
Okkur væri sannur heiður ef þið mynduð koma og gleðjast með okkur.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest
f.h. Artímarits
Heiðar Kári, ritstjóri
Jóhanna Björk, (fyrrverandi) formaður og ritstjóri
Bergrún Íris
Elfur Hildisif
Nanna
Gleðilegt sumar allir!
17.5.2008 | 11:19
Til hamingju með próflokin listfræðinemar.
Við vonum að þið hafið það gott í sumar og komið endurnærð í haust og tilbúin að taka þátt í allri þeirri gleði sem verður.
Við viljum einnig minna ykkur á að Listahátíðin í Reykjavík er í gangi og það er ýmislegt skemmtilegt í gangi þar, hér er linkurinn á heimasíðu hátíðarinnar ef þið viljið kynna ykkur þetta betur, http://www.artfest.is
Sjáumst hress í haust
Kær Kveðja;
Stjórn Artímu