Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Vísindaferð og eintóm gleði.

Kæru listfræðinemar nú er komið að því, fyrsta vísindaferð ársins verður farin föstudaginn 26.september.
Við ætlum að fara í Prentmet og fræðast um hina stórskemmtilegu prentlist.
Þetta er stórfenglegt tækifæri til að upplifa alvöru háskólaskemmtun, eða allavega skemmtun sem tíðkast meðal háskólanema.

Það er mæting upp í Lyngháls 1 klukkan 17:00 á föstudaginn.
Þegar vísindaferðinni líkur, þá sameinumst við í leigubíla (þar sem Prentmet býður okkur örugglega upp á ýmsar veitingar) og förum niður í bæ og höldum áfram að skemmta okkur með öllum hinum háskólanemunum sem eru einnig að koma úr vísindaferðum.

Það komast einungis 25 með í vísindaferðina svo það er um að gera að skrá sig hratt og örugglega.
Skráning hefst núna á þriðjudeginum 23.sept.
Þið skráið ykkur með því og setjið nafn ykkar og staðfestið mætingu í comment dálkin fyrir neðan færsluna.

Vísindaferðin er ókeypis fyrir meðlimi Artímu.
Þeir sem eru ekki búnir að kaupa sig inn í félagið þurfa að borga 500 kr.

En við munum selja skríteini í félagið á staðnum og hún Oddný (varaformaður) verður einnig á háskólatorgi á föstudaginn frá 11:30 til 12:30 að selja skírteini (hún verður vel merkt, svo þið finnið hana fljótt) Það kostar aðeins 2500 í félagið.

VIð getum ekki beðið eftir að sjá ykkur í góðum gír á föstudaginn.

Kveðja,
Stjórn Artímu


Fimmtudagskvöld klukkan 20:00

Á fimmtudaginn 18.september verða haustsýningar Hafnarhússins opnaðar.

Haustsýningarnar eru þrjár að þessu sinni, allar mjög spennandi, þið getið lestið um sýningarnar á þessari netslóð:
http://phoenix.gagarin.is/email-manager/archive.php/id/1679,375,71ece70ae7c68ddf480cb4c82fa4a766

VIð í Artímu ætlum að hittast í Hafnarhúsinu klukkan 20:00 og skoða sýningarnar saman og eftir það ætlum við að kíkja á kaffihús og fá okkur kaffi og spjalla saman.

Nú er tíminn til drífa sig út og vera menningarlegur, hitta samnemendur sína og hafa það gaman.

VIð hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Kv. Stjórn Artímu


Stjórn Artímu 2008-2009

Sælir listfræðinemar

Hér er stjórn Artímu fyrir þetta skólaárið

Snorri Freyr Snorrason - formaður

Oddný Björk Daníelsdóttir - varaformaður

Helga Mjöll Stefánsdóttir - gjaldkeri

Vigdís Gígja Ingimundardóttir - ritstjóri Artímarits

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir - meðstjórnandi

Nú þegar við erum búin að fá fólk í allar stöður, þá förum við á fullt að skipuleggja komandi ár.

Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í félagslífinu þá vantar ennþá eitthvað af fólki í ritnefnd Artímarits, endilegah hafið samband við Vigdísi Gígju, vgi1@hi.is.

Kv. Stjórn Artímu


Breyting á dagsrká. ALLIR LESA!

Kæru listfræðinemar

Það var smá vesen með staðsetningu á skemmtuninni okkar og við urðum að breyta.
En ekki örvænta, þetta verður mjög skemmtilegra svona.
VIð ætlum að halda partý fyrir ykkur á Hólmaslóð 4 (það er úti á granda), þetta er salur, svo að þetta verður magnað listfræðipartý, þar sem við getum skemmt okkur.

Við verðum eitthvað af drykkjum í boði, en ef þið hafið hugsað ykkur að skemmta ykkur fram eftir, þá er sniðugt að taka með sér eitthvað aukalega.

Afsakið þennan rugling, en sjáumst hress á Hólmaslóð 4, önnur hæð, við verðum búin að merkja þetta vel, en ef þú undrar þig á einhverju hringdu þá bara í síma 8664491 og við hjálpum þér.

Kv. Stjórn Artímu


Nýnemagleði

Kæru listfræðinemar

Þá er komið að því að hrissta hópinn saman.
Artíma ætlar að halda nýnemagleði núna á föstudaginn 5.september. Þó við köllum þetta nýnemagleði, þá eru allir nemar listfræðinnar auðvitað meira en velkomnir.

Við ætlum að hittast á Café Cultura (Hverfisgötu 18) klukkan 20:00 og skemmta okkur konunglega saman. Svo er auðvitað Nýnemaballið síðar um kvöldið, þannig að þeir sem ætla á það skella sér þangað og hinir halda áfram að skemmta sér í bænum.
Við viljum sjá sem flesta mæta og þó þú getir ekki verið allt kvöldið, endilega kíkja samt.
Þetta er gullið tækifæri til að kynnast listfræðinemum betur.

Við ætlum einnig að selja félagsskírteini á staðnum, það kostar aðeins 2500 kr. inn í félagið, ef þið ætlið að verða meðlimir verið með pening tilbúinn.

Miðasala á ballið er á Háskólatorgi á morgun, fimmtudag frá kl.
14:00-19:00 og á föstudag á Háskólatorgi frá kl. 13:00-16:00.
Þannig að þeir sem hafa áhuga á að hitta fjöldan allan af háskólanemum á balli með Sálinni kaupa miða, miðinn kostar 1900 kr.
Hér er netsíða ef þið viljið lesa meira um ballið http://www.amevents.is/nynemaball/

Vonumst til að sjá sem ykkur sem flest.

Kveðja,
Stjórn Artímu


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband