Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Listfræðinemendur, aldnir sem ungir!
27.1.2009 | 15:35
Við í stjórn Artímu erum að pússla saman dagskránni, og er ýmislegt skemmtilegt og áhugavert komið á hana. Vonandi geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þrír atburðir eru komnir þó algjörlega á fast:
- 13. febrúar er okkur boðið í vísindaferð í Ölgerðina.
- 27. febrúar er okkur boðið á foropnun á nýrri sýningu Kolbrár Bragadóttur í Gallerí Fold sem opnar daginn eftir. Við fáum þann heiður að fá að vita aðeins um galleríið sem og að listakonan verður á staðnum til svara spurningum okkar og fræða okkur um sjálfa sig.
- Í mars verður svo haldin glæsileg árshátíð.
Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur hverjum atburði, og svo eiga jafnvel eftir að bætast fleiri atburðir á dagskránna. Einnig erum við opin fyrir öllum uppástungum frá ykkur!
Með kveðju, Artíma.
Elsku samnemendur!
14.1.2009 | 13:55
Nú ert vorönnin hafin og Artíma farin á fullt. Dagskráin er troðfull á þessari önn, en við erum enn opin fyrir hugmyndum.
Tvær vísindaferðir verða í febrúar, og svo verður árshátíðin haldin hátíðleg um marsleitið.
Með sól í hjarta og bros á vörum.
kveðja, artíma
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)