Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Halloween!
27.10.2009 | 10:35
Næstkomandi föstudag ætlar listfræðin ásamt mannfræði, hagfræði og rússnesku að halda risa Halloween partý!
Auðvitað er búningaskylda en verðlaun munu vera veitt fyrir flottasta búninginn, frumlegasta búninginn og hryllilegasta búninginn.Bolla verður í boði, en fyrir þá þyrstustu mælum við með að taka smá auka með.
Partýið verður haldið í húsi Baðhússins (Brautarholti 20) á efstu hæð og byrjar klukkan 20:00. Að sjálfsögðu fá meðlimir Artímu frítt inn en aðrir þurfa að borga 1000 kr við dyrnar (ath. ekki tekið á móti kortum).
Hlökkum til að sjá ykkur öll í mega halloween stemningu!!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísindaferð í Íslensku Auglýsingastofuna!!
20.10.2009 | 10:04
Kæru Artímufélagar,
Nú er loksins komið að því sem allir hafa beðið spenntir eftir, fyrsta vísindaferð vetrarins!
Það er Íslenska Auglýsingastofan sem hefur ákveðið að taka á móti okkur á fimmtudaginn. Við ætlum að hittast mjög stundvíslega klukkan 15:45 á Laufásvegi 49-50.
Eftir vísindaferðina ætlum við að fara saman á Hressó þar sem við erum með tilboð á bæði mat og áfengi og auðvitað ætlum við að nýta okkur það.
Það er bara pláss fyrir 20 manns þannig að skráið ykkur sem fyrst í athugasemdum hér að neðan.
Sjáumst á fimmtudaginn,
Artíma
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Októberfest!
7.10.2009 | 18:37
Jæja þá er Októberfest að skella á.
Ég biðst innilega afsökunar á stuttum fyrirvara á þessu öllu saman en að sjálfsögðu mun Artíma í samstarfi við Fróða standa fyrir fyrirpartýi áður en haldið verður á festið sjálft á föstudaginn.
Planið er svohljóðandi:
- 17:30 Heimapartý - Ægissíða 94
- Farið verður í ýmsa upphitunarleiki fyrir Októberfest, s.s. Bjórsmökkunarkeppni, bjórdrykkjukeppni, bjórpakkaleik ofl. svo ekki sé minnst á hina sívinsælu keppnir frá því í fyrra; Mottukeppni og Búningakeppni (vona að sem flestir komi í sem þýskustu búningunum) Fróði mun standa fyrir veglegum vinningum:)
-20:00 -ish Verður farið í tjöldin í Háskólanum, bið alla um að vera búna að kaupa sér miða þar sem að hver veit hve löng röðin verður á föstudaginn og veðrið verður ekki gott. Það er einnig alltaf möguleika að það verði orðið uppselt.
Artíma mun skaffa eitthvað áfengi en bið ykkur þyrstustu að koma með ykkar eigið.
MIÐASALA Á OKTÓBERFEST VERÐUR Í ÁRNAGARÐI FIMMTUDAG KLUKKAN 12:00-13:30.
Hlakka til að sjá ykkur á morgun að kaupa miða:) og sjáumst sem þýskust á föstudaginn klukkan 17:30.
Með bjórkveðju
Artíma.
Dagskrá haustannar
1.10.2009 | 10:58
Hæ allir!
Nú erum við í stjórn Artímu búnar að setja saman dagskrá haustannarinnar. Takið frá þessar dagsetningar svo þið missið nú ekki af neinu!
2. október: Partý hjá Elínu! Bjór og kokteilar í boði fyrir alla meðlimi
9. október: Októberfest. Við ætlum öll að fara saman og ætlum að hafa smá fyrirpartý heima hjá Elínu.
22. október: Vísindaferð í Íslensku Auglýsingastofuna.
30. október: Halloween partý með Mannfræðinni, Hagfræðinni og Rússneskunni.
6. nóvember: Vísindaferð í Landsvirkjun.
20. nóvember: Logi í Beinni
Þetta verður rosa skemmtileg önn, sérstaklega ef þið eruð dugleg að mæta
Sjáumst svo sem flest á föstudaginn,
Artíma
P.s. Komið og verið með á facebook (Artíma, félag listfræðinema)
Menning og listir | Breytt 20.10.2009 kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)