Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Logi í beinni!!
17.11.2009 | 16:17
Jæja Kids...
Þá er komið að tækifæri fyrir fólk að komast í sjónvarpið, því okkur hefur boðist að vera með í Loga í beinni nk. föstudag! Einungis eru 20 sæti í boði og því um að gera að skrá sig sem fyrst (bara í kommentin eins og vanalega).
Planið er að hittast 19:25 fyrir utan Laugarveg 176 (gamla Sjónvarpshúsinu) en útsendingin hefst 20:00. Í boði verða síðan pizzur og meðí (bjór og gos) fyrir útsendingu og milli þátta, þar sem teknir verða upp 2 þættir.
Hlökkum til að sjá sem flesta
Stjórn Artímu
Vísindaferð í Landsvirkjun!
3.11.2009 | 10:15
Kæru listfræðinemar.
Næstkomandi föstudag ætlum við að fara í vísindaferð í Landsvirkjun og að þessu sinni mun nemendafélagið Hvarf veita okkur félagsskap.
Mæting er mjög stundvíslega klukkan 17:00 á Háaleitisbraut 68, þar sem Landsvirkjun er til húsa. Vísindaferðin mun standa yfir frá 17:00-19:00 en eftir hana ætlum við að halda áfram að skemmta okkur á staðnum okkar, Hressó, þar sem við erum eins og þið vitið með rosa gott tilboð.
Skráning fer fram hér á síðunni frá og með núna og lýkur annað kvöld (miðvikudagskvöld). Það komast bara 20 með þannig að flýtið ykkur að skrifa komment hér að neðan!
Sjáumst hress í Landsvirkjun,
Ykkar Artíma
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)