Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Næstkomandi föstudagur og meira!
24.2.2009 | 12:28
Kæru Listfræðinemar!
Því miður getur Gallerí Fold ekki tekið við okkur á föstudaginn vegna viðráðanlegra aðstæðna. Þau buðu okkur í staðinn 20.mars og ætlum við að þiggja það.
Við ætlum að selja skírteini inn í Artíma á 1500 kr. þar sem það er svo stutt eftir af árinu, en það þýðir samt ekki að það verði ekki nóg að gera. Félagsmenn fá miðann á árshátíðina á 3500kr. í stað 5500kr. Auk nokkra viðburða, eins og partý og ferðin í Gallerí Fold. Við ætlum að selja miðana í hléinu í Alþjóðlegri myndlist miðvikudaginn 25.feb. í Listaháskólanum sem og í hléinu í myndasögum í stofu 201 í Árnagarði á fimmtudaginn 26.feb. Það er einnig hægt að hafa samband við okkur um inngöngu. Ath. Við getum aðeins tekið við peningum.
Svo er komið að aðalviðburði vikunnar Þar sem Gallerí Fold gat ekki tekið við okkur ætlum við að halda Góðan Geðblandara eða GG Teiti. Hér koma upplýsingar um það.
GG Teitið:
Staðsetning: Eggertsgata 24, íbúð 116
Partýhaldari: Oddný Björk, listfræðinemi
Veitingar: Það verða fljótandi veitingar í boði, en þeir sem eru mjög
þyrstir ættu að með auka.
Tilgangur: Upphitun fyrir árshátíðina.
Tími:20:30
Vonumst til að sjá sem flesta.
Ef það eru einhverjar spurningar, ekki hika við að senda mér tölvupóst.
Kv. Artíma, félag listfræðinema
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Malt&appelsín!
17.2.2009 | 12:12
Takk æðislega fyrir vísindaferðina á föstudaginn. Gaman að sjá svona marga!
Fullt að gerast í framtíðinni, fylgist með!
kveðja, Artíma
Vísindaferð!
8.2.2009 | 17:44
Þá er komið að fyrstu vísindaferð þessa árs! Við ætlum að láta sjá okkur í Ölgerðinni næsta föstudag klukkan fimm! Spænskunemar ætla að koma með okkur sem og íslenskunemar. Eftir sjálfa vísindaferðina ætlum svo að setjast einhverstaðar saman og halda áfram skemmtuninni!
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst, en skráningu líkur á miðvikudaginn!