Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Artímufélagar og KB bankavinir athugið!
21.9.2009 | 22:12
Vildum bara minna þá á sem keypt hafa nemendafélagsskírteini hjá Artímu og eru með kort hjá KB banka, geta prentað út kvittun fyrir félagsgjöldunum (yfirlit af heimabanka dugar), farið niðri í banka og fengið 1500 kall endurgreiddan. Það er nú ekki leiðinlegt!
Kveðja
Stjórn Artímu :)
Fimmtudagur í Hafnarhúsinu
15.9.2009 | 18:03
Jæja kæru listfræðinemar,
Eins og þið hafið eflaust séð í póstinum ykkur ætlum við að kíkja á Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið á fimmtudaginn og kíkja á yfirstandandi sýningar þar. Eftir það ætlum við að rölta yfir á Hressó og fá okkur einn tvo bjóra. Hlökkum endilega til að sjá sem flesta.
kv.
Artíma
p.s.
Endilega joiniði groupuna okkar á facebook og fylgist með viðburðum og fl. þar.
Party Party
1.9.2009 | 17:56
Fyrsta partýið þessa skólaárs verður nú haldið næstkomandi föstudag en það verður eins konar fyrirparty fyrir Nýnemaball HÍ og munum við hittast á Bjarna Fel kl. 20.30.
Það verða ánægjuleg tilboð á barnum fyrir þá sem verða þyrstir en þau eru eftirfarandi:
Bjór á 390 kr.
Valin skot 390 kr
Við endilega hvetjum alla til að mæta og þá sérstaklega nýnemana því kvöldið er þeirra :)
Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn Artímu :)