Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
Vísindaferð í Símann
26.10.2010 | 16:14
Kæru listfræðinemar
Okkur bauðst skyndilega að vera með Fróða, nemendafélagi sagnfræðinnar, í vísindaferð í Símann.
Vísindaferðin er nk. föstudag 29. október í höfuðstöðvum Símans, Ármúla 25 og er mæting stundvíslega kl 17.
Athugið að AÐEINS 7 SÆTI eru laus fyrir okkur og gildir því reglan "fyrstir koma-fyrstir fá".
Endilega skráið ykkur hér að neðan (í kommenti) ef þið ætlið ykkur að mæta.
Með kveðju
Aðalheiður, Birkir og Hildur
HásKolaport
25.10.2010 | 14:21
Kæru listfræðinemar.
Laugardaginn 6.nóvember mun Stúdentaráð í samstarfi við nemendafélögin standa fyrir HásKolaporti. Um er að ræða flóamarkað þar sem einstaklingum, félögum og hópum innan Háskóla Íslands býðst að selja föt og annan varning. Athugið að takmarkað framboð er á borðum og því gildir reglan fyrstir koma-fyrstir fá.
Nánari upplýsingar er að fá á www.facebook.com/event.php?eid=106619002736743
Einnig verður sendur póstur á alla nemendur HÍ með frekari upplýsingum.
Með kveðju, Artíma
Listfræðiferð í Þjóðleikhúsið á sýninguna Finnski hesturinn
12.10.2010 | 16:29
Við í listfræðinni ætlum að skella okkur saman í Þjóðleikhúsið að sjá sýninguna Finnska hestinn sem er "Bráðfyndið og snargeggjað verk um mergjað fjölskyldulíf og mál sem brenna á Íslendingum í dag!"
Aðgangseyrir er 1800 krónur og þarf að ganga frá greiðslu í síðasta lagi 18. okt., en farið verður á sýninguna kl 20 föstudaginn 22.október. Þeir sem eiga greiðslukort/ áskriftarkort geta hringt í miðasöluna og pantað miða sem bíður þeirra í miðasölunni, aðrir geta svo komið við í miðasölunn...i og gengið frá kaupunum þar.
Þetta verður bindandi skráning þannig ekki skrá ykkur ef þið sjáið ekki fært að standa við mætinguna.
Eftir sýningu ætla María Reyndal leikstjóri og Ilmur Stefánsdóttir höfundur leikmyndar líklegast að spjalla við okkur um verkið.
Eftir leikhúsið ef áhugi er fyrir, getum við kíkt á kaffihús og fengið okkur í tána :D
Vonum að sem flestir komist, gaman að fara saman í leikhús!! :D
Kveðja Aðalheiður, Hildur og Birkir
Menning og listir | Breytt 18.10.2010 kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)