Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

listasafn, rauðvín og ostar

Kæru listfræðinemar.

Seinasti viðburður annarinnar verður haldinn fimmtudaginn 18. nóvember.

Ætlum við að hittast á Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, kl 20 og eftir það höldum við heim til Birkis að Ásvallargötu 17 í kringum 21 en þar verður boðið upp á rauðvín og osta.

Vonandi sjáum við sem flesta!

Með kveðju, stjórn Artímu


Artímarit

Kæru listfræðinemar.

Fyrst ber að nefna að nýr meðlimur hefur bæst við í stjórn Artímu, við bjóðum Katrínu I. Jónsdóttur velkomna.

Næsta mál er Artímaritið. Á það rit að koma út á vörönn og er unnið að nemendum listfræðinnar. Það var ekki gefið út á seinasta námsári en er það ætlun okkar að gefa það út næsta vor.

Við leitum að áhugasömum nemendum; annars vegar til þess að vinna í blaðinu, þ.e. að safna efni og auglýsingum, í raun halda utan um verkið og sjá til þess að það komi út. Hins vegar vantar efni í blaðið, en greinar þess eru eingöngu skrifaðar af nemendum listfræðinnar.

Ef þið hafið áhuga á að taka þátt eða viljið senda inn efni, endilega sendið póst á artima@hi.is.

Með kveðju, stjórn Artímu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband