Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Vísindaferð í Arkiteó

Kæru listfræðinemendur

Næsta föstudag, þann 26. febrúar, verður farið í vísindaferð á arkitektastofuna Arkiteó í Bollagötu 12, 105 Rvk. Mæting er kl 18 nk. Einar Ólafsson, eigandi stofunnar, mun taka á móti okkur og fræða okkur um stofuna og starf sitt. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Aðeins komast 20 manns með og fer skráning fram í kommenta kerfinu.

Artíma


Vísindaferð í Odda!

Kæru listfræðinemendur Smile

Á föstudaginn nk. klukkan 17:00 verður haldið í Prentsmiðjuna Odda þar sem tekið verður á móti okkur og farin skoðunarferð um svæðið. Eftir það verður síðan haldin kynning á starfsemi fyrirtækisins og verða léttar veitingar í boði.
Einungis 20 komast með og að venju fer skráningin fram hérna í komment kerfinu góða Grin

 Til gamans má geta að sama kvöld er Safnanótt á vegum listasafnanna þar sem söfn víðs vegar um höfuðborgarsvæðið verða opin fram eftir kvöldi með ýmsum uppákomum, svo aldrei að vita hvert för okkar er heitið eftir Vísó Whistling

Vonandi sjáum við sem flesta

Artíma 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband