Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Miðasala fyrir árshátíð

Kæra fólk,

Nú er miðasölu fyrir árshátíðina lokið en ef einhverjir eiga eftir að kaupa miða er hægt að leggja inn á okkur og síðan nálgast miðana í fordrykknum eða eftir samkomulagi.

Reikningsnúmerið okkar: 0323-26-711006
Kennitala:711006-0440

Verð:

5.000 kr fyrir skráða meðlimi Artímu
6.000 kr fyrir gesti
1.500 kr bara á ballið (fyrir meðlimi sem og gesti)

Frestur til að kaupa miða rennur svo út laugardagskvöldið 13. mars þannig að það er best að drífa þetta af sem fyrst :)

Við hlökkum til að sjá ykkur,

Artíma

P.s. sjáumst hress í Vodafone í kvöld!


Vísó í Vodafone

Jæja kæru listfræðinemar
Þá höldum við leið okkar í Vodafone í vísindaferð föstudaginn nk. og verum mætt stundvíslega kl. 18.00. Vodafone mun halda kynningu fyrir okkur ásamt því að bjóða upp á ýmsa leiki og veigar með. VIð munum þó ekki halda ein í þetta skiptið því stærðfræðin, enskan, eðlisfræðin, tölvunarfræðin, spænskan, sjúkraþjálfunin og lífeinda- og geislafræðin munu gleðjast með okkur.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta, því við hlökkum til að sjá ykkur!
-Artíma-

Skráning fer fram í komment kerfinu hér að neðan kæru vinir :)


Miðasala fyrir árshátíð Artímu 2010!

Kæru listfræðinemendur

Miðasala fyrir árshátíðina okkar, sem mun verða haldin hátíðleg þann 19.
mars, mun hefjast á morgun, þriðjudag!

Miðasalan fer fram eins og hér segir:

Þriðjudag 9. mars kl. 14:00-15:00 í Árnagarði
Miðvikudag 10. mars kl. 10:00-12:00 á Háskólatorgi
Föstudag 12. mars í frímínútunum í menningarheimum í Skriðu

Verð:

5.000 kr fyrir skráða meðlimi Artímu
6.000 kr fyrir gesti
1.500 kr bara á ballið (fyrir meðlimi sem og gesti)

Sjáumst 19. mars!

Artíma


Árshátíð Artímu 2010

Kæru listfræðinemar,

Föstudaginn 19. mars verður mikið um dýrðir því að þá verður Árshátíð Artímu 2010 haldin hátíðleg á Hótel Sögu. Líkt og í fyrra verður hún haldin ásamt níu öðrum nemendafélögum; Fiskinum, Flog, Fróða, Homo, Kumli, Mentor, Mími, Norm og Torfhildi.

Í þetta skiptið verður sameiginlegt þema Tortóla 2007 og því eru allir hvattir til að fara í sitt fínasta útrásarvíkinga púss.

Kvöldið mun hefjast klukkan 18:00 að Eggertsgötu 24, íbúð 113 þar sem Artíma mun bjóða upp á fordrykk.Eftir það munum við fara á Hótel Sögu (Tortóla), en húsið opnar klukkan 18:30.Borðhald hefst klukkan 19:30 í Súlnasal en að þessu sinni er boðið upp á hlaðborð sem verður ekki af verri endanum:

Forréttir 

Hægeldaður lax með mangó salsa

Appelsínu marineraður skelfiskur

Salat með grilluðum ananas og engiferdressingu

Kjúklingastrimlar í saté sósu

Nautaþynnur á klettasalati

Aðalréttir

Kryddjurtamarinerað lambalæri

Salvíukryddaðar kalkúnabringur

Kartöflugratín

Sykurbrúnaðar kartöflur

Fersk grænmetisblanda

Rauðvínssósa

Ábætisréttir

Ávaxtabakki

Kaka

Ís

Klukkan 23:00 munu félögin svo sameinast á dansleik þar sem hljómsveitin Douglas Wilson mun halda uppi stuðinu fram eftir nóttu.

Verð

5.000 kr. fyrir skráða meðlimi Artímu

6.000 kr. fyrir óskráða og gesti

1.500 kr. bara ball

Miðasala verður auglýst síðar.

Látið ekki þennan viðburð framhjá ykkur fara!

Artíma hlakkar til að sjá ykkur sem flest Grin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband