Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Listasafn og bjór!

Kæru listfræðinemar

Næstkomandi fimmtudag, þann 7. október, ætlum við að kíkja á sýningar Listasafns Reykjavíkur (Hafnarhúsið) og fá okkur aðeins í aðra tána á Hressó. Góð tilboð verða í boði, en stór bjór er á 390 kr og mickey finns/eplasnafs skot eru einnig á 390 kr. Fyrir þá svanga er veittur 15% afsláttur af matseðli.

Mæting er á listasafnið kl 20:30, þeir sem eru búnir að sjá sýningarnar geta hitt okkur á Hressó eftir það, en áætlað er að við verðum þar kl ca 21:30. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Aðalheiður, Birkir og Hildur


Fyrirpartý fyrir Októberfest

Kæru listfræðinemar!

Fyrirpartý fyrir Októberfest verður haldið næsta föstudag með Fróða, nemendafélagi sagnfræðinema.

Herlegheitin verða haldin hjá stjórnarmeðlimi Fróða að Kleppsvegi 118, íbúð 6HH. Mæting er kl 18 og búist er við því að fara á Októberfest kl 23:30

Það verða einhverjar veigar í boði Artímu en sniðugt væri að koma einnig með sitt eigið.

Gott væri að skrá sig á atburð Artímu á facebook svo við sjáum hversu margir ætla sér að mæta frá okkur en almenn skráning fer fram á facebook síðu Fróða: http://www.facebook.com/event.php?eid=127403447312509&index=1

Með bjórhátíðar-kveðju

Aðalheiður, Hildur og Birkir


Fyrsta partý vetrarins!

Kæru listfræðinemar.

Næsta föstudag, þann 3. september, er stúdentagleði á Ellefunni. Kemur þessi skemmtun í stað hinnar árlegu nýnemagleði. Af því tilefni viljum við bjóða listfræðinemum, bæði nýnemum sem og eldri, í fyrsta partý vetrarins.

Það verður haldið á Ásvallagötu 17 og er mæting 20:30. Planið er að halda síðan á Stúdentagleðina en auðvitað er hverjum frjálst ferða sinna :)

Tilboð verður á barnum fyrir HÍ nema: Bjór 450 kr og skot á 400 kr. Einnig fá HÍ nemar forgang inná staðinn, gegn framvísun stúdentakorta.

Vonandi sjáum við sem flesta og ef þið hafið einhverjar spurningar, ekki hika við að hringja í síma 847-8715 (Aðalheiður)

Með partý-kveðju

Aðalheiður og Birkir

E.S. Endilega gerist meðlimir að síðu Artímu á facebook, þá fáið þið allar upplýsingar "beint í æð" og verður ykkur sjálfkrafa boðið á viðburði.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband